Líður betur 35 ára en 20 ára

Mandy Moore.
Mandy Moore. AFP

Leikkonan Mandy Moore segir að samband hennar við heilsu og mataræði hafi breyst mikið í gegnum árin. 

„Mér líður betur 35 ára en þegar ég var á þrítugsaldrinum. Ég á í mjög heilbrigðu sambandi við sjálfa mig og líkama minn,“ sagði Moore í viðtali við People

Moore hefur tekið mikið til í mataræðinu á síðustu árum og finnur mikinn mun á sér eftir að hún komst að því hvaða fæðu hún þolir illa. 

„Ég reyni að skilja hvað ég læt ofan í mig því ég veit hvernig mér líður. Ég fór til læknis og fann út hvaða fæða lætur mér líða illa. Handahófskenndir hlutir eins og kúamjólk, glútein, lax, soja og apríkósur. Ég tók allt þetta út úr mataræðinu mínu og það hefur breytt heilmiklu. Ég er orkumeiri, ég fæ ekki svona þoku í höfuðið og meltingin mín hefur lagast af sjálfu sér,“ sagði Moore. 

Hún segir að andleg heilsa skipti miklu máli líka. „Þetta snýst um hvernig maður talar við sjálfan sig og hvernig maður talar um aðra. Ég passa að ég einbeiti mér að sjálfri mér og hugsa um sjálfa mig,“ sagði Moore. Mandy Moore.
Mandy Moore. AFP
mbl.is