Frú Beckham og DeGeneres í furðulegri stellingu

Victoria Beckham og Ellen DeGeneres reka fótinn upp í loftið …
Victoria Beckham og Ellen DeGeneres reka fótinn upp í loftið í viðtalsþætti hinnar síðarnefndu á dögunum. mbl.is/skjáskot Instagram

Þeir sem fylgjast með tískukryddinu Victoriu Beckham á Instagram vita að hún elskar að dansa og á það til að slengja öðrum fætinum á sér upp í loftið þegar svo ber undir.

Þáttastjórnandinn Ellen DeGeneres spurði hana um þetta uppátæki á dögunum og fékk þá hvatningu frá Beckham að prófa stellinguna með sér.

DeGeneres gerði sér lítið fyrir og tók stellinguna furðulegu með Beckham. Það sem kom fólki á óvart er hversu liðug DeGeneres er. Þeir Cruz og Romeo Beckham, syn­ir Victoriu og Dav­ids Beckham, hafa tekið sig til og gert grín að móður sinni með því að birta myndir af sér í sömu stellingu eins og fjallað hefur verið um í fréttum áður. 

View this post on Instagram

Can’t wait for today’s @theellenshow. So much fun x #VBPose 😂 x Kisses

A post shared by Victoria Beckham (@victoriabeckham) on Nov 25, 2019 at 7:53am PST

mbl.is