Áhrifavaldur borðaði kjöt og missti 600 þúsund fylgjendur

Alyse Parker hefur misst 600 þúsund fylgjendur.
Alyse Parker hefur misst 600 þúsund fylgjendur. skjáskot/Instagram

Áhrifavaldurinn Alyse Parker byrjaði nú fyrir skömmu að borða aftur kjöt eftir að hafa verið grænkeri (e. vegan) í fjögur og hálft ár. 

Parker naut mikils fylgis á samfélagsmiðlum út á grænkeralífsstíl sinn þar sem hún deildi ráðum og uppskriftum með fylgjendum sínum á bæði Instagram og YouTube. Hún var með rúmlega 800 þúsund fylgjendur á Instagram en nú eru fylgjendurnir hins vegar aðeins rétt rúmlega 200 þúsund. 

Ástæðan er sú að Parker ákvað að taka áskorun og borða bara dýraafurðir í 30 daga. Í færslu á Instagram segist hún vera einstaklega gefin fyrir að taka áskorunum en hún hefur meðal annars prófað að sleppa svitalyktareyði í heilt ár, ekki notað notað sjampó í 30 daga og ekki notað samfélagsmiðla í 30 daga. 

Parker er hætt að vera grænkeri.
Parker er hætt að vera grænkeri. skjáskot/Instagram

Þessi nýjasta áskorun hennar hefur vakið mikla reiði í athugasemdakerfinu á Instagraminu hennar og fylgjendur horfið á braut. Hún ákvað að taka þessari áskorun til að bæta heilsu sína en hún segist ekki hafa verið nógu heilsuhraust um nokkurn tíma. Parker segir að nokkrir vinir hennar og kunningjar hafi ákveðið að fara þessa leið til þess að bæta heilsuna. Árangur lét ekki á sér standa hjá mörgum þeirra og því hafi hún verið sannfærð. 

Parker segir í færslunni að það hafi verið erfitt fyrir sig að taka þetta skref, bæði vegna þeirrar ímyndar sem hún hafði byggt upp á samfélagsmiðlum og vegna sjálfsmyndar sinnar. Hún hafi nú um nokkurt skeið reynt að uppgötva sjálfa sig og skilgreina sig án þess að byggja það á mataræði sínu. Dýraafurðamataræðið sé hluti af því að sleppa tökunum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál