Fjaðrafok hjá Cardi B í dómsal

Cardi B kann að klæða sig upp fyrir dómarann.
Cardi B kann að klæða sig upp fyrir dómarann. AFP

Tónlistarkonan Cardi B mætti ekki eins og einhver niðursetningur í dómsal í New York þar sem mál hennar var tekið fyrir.

Cardi B klæddist síðum fjaðrajakka, svörtum buxum og hvítri skyrtu með svart bindi. Þar að auki var hún með barðastóran hatt sem var í stíl við jakkann hennar. 

Tónlistarkonan er ákærð í 12 ákæruliðum fyrir að hafa átt aðild að átökum sem brutust út á nektarstað í New York. Hún hefur neitað sök í málinu, en það var áður tekið fyrir í júní síðastliðinn. Lítið gerðist í málinu í gær en málið verður aftur á dagskrá í janúar á næsta ári. 

Í júní var hún einnig einstaklega smart í tauinu í dómsal í djúpblárri drakt og með blátt hár í stíl. 

Tónlistarkonan var glæsileg.
Tónlistarkonan var glæsileg. AFP
Cardi B brosti á leið í dómsalinn.
Cardi B brosti á leið í dómsalinn. AFP
Cardi B.
Cardi B. AFP
Það vantaði eina nögl rapparans.
Það vantaði eina nögl rapparans. AFP
mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

Sigga Dögg kynfræðingur Betra kynlífs svarar spurningum lesenda.

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum lesenda