Hárlosið olli djúpu þunglyndi

Hárlosið hefur tekið gríðarlega á Ricki Lake, en ekki lengur.
Hárlosið hefur tekið gríðarlega á Ricki Lake, en ekki lengur. Skjáskot/Facebook

Leikkonan Ricki Lake greindi frá því á dögunum að hún hefði barist við hárlos í árafjölda. Hárlosið hefur tekið gríðarlega á hana andlega og sökk hún niður í djúpt þunglyndi. 

Hin 51 árs gamla leikkona sem er best þekkt fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Hairspray frá árinu 1988 hefur glímt við hárlosið í um 30 ár. Á tímabili segist hún jafnvel íhugað að taka sitt eigið líf vegna hárlossins. Hún segir ástæðuna fyrir hárlosinu meðal annars vera slæma meðferð á hárinu, þyngdartap og -aukningu, stress og erfðir. 

Hún hefur farið til fjölda lækna og meðal annars fengið sterasprautur í höfuðið. Versta hárlosið fékk hún eftir að hún fór í stranga megrun og missti 9 kíló á sex vikum. 

Lake segist nú vera hætt að reyna að berjast við hárlosið og birtir því mynd af sér krúnurakaðri. Hún segir að þrátt fyrir að vera stolt af hárleysinu ætli hún sér af og til að vera með hárkollu. Það muni hún gera af því það er skemmtilegt en ekki af því hún sé að fela eitthvað, eins og síðastliðin þrjátíu ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál