Wilson sýnir línurnar á nýju ári

Wilson fór í íþróttagallann í upphafi árs.
Wilson fór í íþróttagallann í upphafi árs. Skjáskot/Instagram

Leikkonan Rebel Wilson er búin að grennast töluvert á síðustu misserum ef marka má myndina sem hún birti í byrjun árs.

Wilson birti mynd af sér í íþróttafötum á ströndinni og skrifaði undir að árið 2020 yrði ár heilsunnar hjá henni. „Þannig að ég fór í jogginggallann og fór út í göngutúrinn, er að vökva mig á sófanum núna og að reyna að standast sykur og ruslfæði sem verður erfitt eftir hátíðirnar, en ég ætla að gera það. Hver ætlar að vera með mér í því að gera jákvæðar breytingar á þessu ári?“

Wilson hefur verið misþung í gegnum árin en reglulega tekið sig á og sett heilsuna í fyrsta sæti. 

Rebel Wilson grenntist mikið árið 2018.
Rebel Wilson grenntist mikið árið 2018. Samsett mynd
mbl.is