Viktoria segist ekki vera með neitt keppnisskap

Viktoría ætlar að gifta sig á árinu og stefnir á …
Viktoría ætlar að gifta sig á árinu og stefnir á topp form árið 2020. mbl.is

Viktoría Hermannsdóttir fjölmiðlakona er sannkallaður fagurkeri. Hún segir heilsuna það dýrmætasta sem við eigum.

Hvað er góð heilsa fyrir þig?

„Það er að vera hraustur og líða vel. Ég held reyndar, því miður, að alltof margir hugi ekki að heilsunni fyrr en hún fer að klikka en hún er það dýrmætasta sem við eigum.“

Hvernig viðheldur þú heilbrigði í þínu lífi?

„Ég reyni að drekka nóg af vatni og borða ekki alltof mikið af nammi en ég er reyndar agaleg þegar kemur að þessum málum og borða alltof mikið af óhollu. Mér finnst gott að fara í göngutúra og sund, ég er samt mest að vinna með heita og kalda pottinn og syndi eiginlega aldrei.“

Áttu þér uppáhaldsæfingar?

„Við íþróttir höfum aldrei átt neina sérstaka samleið en eftir að ég átti yngri dóttur mína fór ég í Mömmu fit í Granda 101 og fann í fyrsta skipti æfingar sem mér finnast skemmtilegar. Ég er að stefna að því að byrja í venjulegum tímum í crossfit þegar ég fer aftur að vinna.“

Hvað æfðir þú í æsku?

„Ég æfði aldrei neitt, mér fannst allar íþróttir leiðinlegar og var eiginlega alltaf sykur og súkkulaði í öllum leikjum sem innihéldu of mikla hreyfingu. Ég er ekki með neitt keppnisskap þegar kemur að íþróttum, ef ég fer út að hlaupa og er þreytt þá bara sest ég niður á einhvern bekk og fer að spjalla við fólk. Ég hljóp hins vegar 10 kílómetra í fyrsta skipti í sumar í Reykjavíkurmaraþoninu en þá hafði ég aldrei hlaupið meira en 3 km þannig að það er aldrei að vita nema þetta komi með hækkandi aldri.“

Viktoría segir að hún eigi það til að setjast á …
Viktoría segir að hún eigi það til að setjast á bekk og fara að spjalla við fólk þegar hún ætlar sér að vera úti að hlaupa. mbl.is

Hvaða æfingar gerir þú aldrei?

„Þær eru nú ansi margar, þetta ætti eiginlega að vera: hvaða æfingar gerirðu! Leiðinlegasta æfingin er allavega armbeygjur.“

Hvað er besta heilsuráð sem þú hefur fengið?

„Drekka nóg af vatni! Ég finn mikinn mun á mér ef ég gleymi því. Vatn er allra meina bót.“

Hvernig ferðu að því að vera í svona góðu formi?

„Ég er reyndar ekkert í sérstaklega í góðu formi en ég stefni sko auðvitað á toppform 2020! Við stefnum á að gifta okkur á árinu og hver veit nema maður taki sig nú kannski aðeins taki fyrir það, reyni allavega að mæta í ræktina. Þegar ég mæti í ræktina er ég nefnilega yfirleitt meira bara að fá mér kaffi og spjalla við fólk en minna að gera eitthvað af viti.“

Hvað borðar þú í morgunmat?

„Yfirleitt ekki neitt nema kaffi, stundum reyndar fæ ég mér eitthvað í bakaríinu ef ég er í stuði.“

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

„Það er enginn einn réttur, ég fæ reglulega æði fyrir einhverju og borða mjög mikið af því í einhvern tíma og svo fæ ég algjört ógeð og eitthvað nýtt tekur við.“

Hvað dreymir þig um að gerist á nýju ári?

„Bara að allir verði glaðir og góðir hver við annan. Fólk má endilega röfla minna og hafa aðeins meira gaman af lífinu svona almennt. Það tekur því ekki að vera alltaf fúll, lífið er svo stutt.“

Hver er uppáhaldsveitingastaðurinn?

„Ég fæ æði fyrir stöðum og borða þá mikið þar. Ég bý í Vesturbænum og er svo heppin að vera með marga góða veitingastaði í göngufjarlægð. Núna eru Chido og Zorbian Hot í mestu uppáhaldi.“

Viktoría segir að hún og íþróttir hafi aldrei átt samleið, …
Viktoría segir að hún og íþróttir hafi aldrei átt samleið, en eftir að hún átti yngri dóttur sína fór hún í Mömmu fit í Granda 101. mbl.is
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál