Hvers vegna lifa „þessir“ karlar lengur en konur?

Hver er lykillinn að langlífi og hvað gera langlífustu þjóðir heims til að ná háum aldri og almennu heilbrigði? Í annarri þáttaröð af Lifum lengur ferðast Helga Arnardóttir til þriggja landa sem kallast The Blue Zones og hafa verið skilgreind langlífustu svæði heims. Þetta eru gríska eyjan Íkaría, ítalska eyjan Sardinia og smábærinn Loma Linda í Kaliforníu. Samkvæmt áratugarannsóknum vísindamanna lifa þessar þjóðir lengur en aðrar og fá færri sjúkdóma vegna hollari lífsstíls og hátta sem fjallað er ítarlega um. Einnig sækir Helga langlífa Íslendinga heim og ber saman lífsstíl þeirra við lífsstíl langlífustu þjóða heims. Bandaríski metsöluhöfundurinn Dan Buettner sem skrifað hefur um rannsóknir helstu vísindamanna í langlífisfræðum talar um lykilinn að langlífi í hverju landi fyrir sig og bendir á leiðir til heilbrigðari lífsstíls og hátta. 

Á ítölsku eyjunni Sardiniu er langlífi mest í heiminum og talið jafnt milli karla og kvenna. Meginskýringin á því er Miðjarðarhafsmataræðið, félagsleg tengsl og náttúruleg hreyfing þar sem langflestir hinna langlífu bjuggu í hæðóttum fjallaþorpum. Flestir karlmenn á bláu svæðum Sardiniu voru fjár-og geitahirðar og verða þeir elstu karlmenn í heiminum samkvæmt langlífisrannsóknum.

Fjallað verður nánar um langlífi á eyjunni Sardiniu í Lifum lengur fimmtudagskvöld kl. 20:20 í opinni dagskrá en þáttaröðin er komin í heild sinni í Sjónvarp Símans Premium.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál