Sigga Kling fékk krabbamein - var á spítala um áramótin

Sigga Kling klæddi sig upp á um áramótin og gerði …
Sigga Kling klæddi sig upp á um áramótin og gerði gott úr öllu saman meðan hún var að ná bata.

Spákonan Sigga Kling dvaldi á Landspítalanum yfir áramótin í níu daga því skera þurfti burt sortuæxli sem hún greindist með. Forsaga málsins er sú að Sigga var lengi búin að vera með svartan blett á fætinum og spáði lítið í því þangað til hún frétti að vinkona hennar hefði verið með svipaðan blett sem þurfti að skera í burtu. 

„Ég fékk sortuæxli og það greinist krabbamein í því. Ég var með svartan blett á fætinum, við hliðina á hælnum. Ég spáði ekki mikið í þessum bletti en svo var ég farin að finna til í fætinum. Ég var svona að velta þessu fyrir mér þegar ég frétti af vinkonu minni. Vinkona mín fór með henni til Póllands og heyrði alla sólarsöguna. Í framhaldinu ákvað ég að láta tékka á þessu. Þetta var um miðjan desember en þá kemur í ljós að þetta er illkynja. Læknirinn var kannski ekki alveg nógu skýr við mig því ég hélt að ég gæti bara látið skera þetta burt um páskana. Það næsta sem gerist er að læknirinn vill skera mig upp fyrir áramótin,“ segir Sigga Kling í samtali við Smartland. 

Hún segist nú ekki hafa haft mikinn tíma í þetta. Á þessum tímapunkti þurfti hún að skrifa ársspána sína fyrir Morgunblaðið og mbl.is en læknirinn tók ekki í mál að fresta þessari aðgerð. 

„Það þurfti að skera um það bil einn sentimetra í kringum sortuæxlið og græða nýja húð á en hún var skorin burt af öðrum stað á fætinum á mér. Það þurfti að græða hana inn í sárið,“ segir Sigga Kling sem er á batavegi. 

Hún segist hafa haft það mjög gott á spítalanum þótt það sé vissulega mikið högg að geta ekki farið sjálf á salernið. 

„Ég var á einkastofu og þurfti mikla hjálp. Til dæmis við það að fara á klósettið. Ég reyndi því að fara bara einu sinni á dag og ég gerði ekki númer tvö fyrr en ég kom heim. Ég er mjög þakklát eftir þessa spítalavist því þú veist hvað þú mátt þakka fyrir þegar þú ert komin á þennan stað,“ segir hún. 

Sigga Kling segist hafa fengið góða tíma til að hugsa á spítalanum. 

„Það er mikil gjöf að geta skeint sig sjálfur og fólk á að þakka fyrir að vera hraust. Á meðan ég lá á spítalanum fékk ég hugljómun. Mig langar til að breyta hlutunum. Fara meira úr gríninu því það hefur heltekið mig. Ég hef góðan húmor en það er ekki þar með sagt að ég sé einhver uppistandari.“ 

Sigga Kling var í alls níu daga á spítalanum og er bara fyrst núna að geta stigið í fótinn. Á meðan hún var á spítalanum þurfti hún að vera í hjólastól því hún mátti alls ekki stíga í fótinn. 

„Það að vera þarna í níu daga breytti lífi mínu. Það var rosalega vel hugsað um mig þarna. Það er ekkert sem ég get gagnrýnt eftir að hafa legið þarna á Landspítalanum,“ segir hún. 

Sigga Kling er mögulega best klæddi sjúklingurinn.
Sigga Kling er mögulega best klæddi sjúklingurinn.
Sigga Kling missti ekki húmorinn þótt hún þyrfti að liggja …
Sigga Kling missti ekki húmorinn þótt hún þyrfti að liggja inni á spítala í níu daga.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál