Hættir oft að borða klukkan fjögur

Rosie Huntington-Whiteley fastar.
Rosie Huntington-Whiteley fastar. AFP

Það eru margir sem fasta hluta sólarhrings. Flestir sem gera það hætta að borða eftir kvöldmat og sleppa svo kannski morgunmat. Ofurfyrirsætan Rosie Huntington-Whiteley byrjar að borða snemma og hættir snemma. Hún greindi frá venjum sínum í viðtali við tímaritið The Sunday Times Style að því fram kemur á vef The Sun. 

Huntington-Whiteley gefur sér átta til tíu tíma glugga til að borða. 

„Ég fæ mér matcha te með haframjólk klukkan átta — það er það mesta L.A. við mig,“ sagði fyrirsætan. „Síðan reyni ég að hætta að borða milli fjögur og sex. Það gefur líkama mínum tíma til að melta allt.“

Þrátt fyrir þessar ströngu reglur leyfir fyrirsætan sér stundum að brjóta reglurnar. Færir hún til dæmis til tímarammann sem hún neytir matar. „Auðvitað ef ég fer út að borða þá færi ég hann þangað ti seinna. Ég er sveigjanleg. Þú verður að lifa.“

Þau Rosie Huntington-Whiteley og Jason Statham eru trúlofuð og eiga …
Þau Rosie Huntington-Whiteley og Jason Statham eru trúlofuð og eiga barn saman. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál