Minnkaði áfengisdrykkjuna og náði miklum árangri

Jelly Devote hefur breyst mikið síðan hún var 20 ára …
Jelly Devote hefur breyst mikið síðan hún var 20 ára og drakk allar helgar. Skjáskot/Instagram

Sænski áhrifavaldurinn sem kallar sig Jelly Devote fór á djammið þrisvar sinnum í viku þegar hún var 20 ára gömul. Hún drakk mikið á djamminu og hugsaði lítið um heilsuna þess utan. 

Þegar hún áttaði sig á því hversu illa hún var að fara með líkama sinn ákvað hún að snúa blaðinu við og minnka drykkjuna. Samfara því ákvað hún að fara fylgjast betur með því hvað hún var að láta ofan í sig og hreyfa sig.

Það virkaði vel fyrir hana og grenntist hún mikið. Jelly fór svo að grennast enn meira og endaði á spítala vegna vannæringar. Það var þá sem hún ákvað að taka sig enn meira á og með hjálp lækna og fagfólks tókst hún á við átröskunina sem hún hafði þróað með sér. 

View this post on Instagram

20 years VS 28(29 in a month 🙉) years 🙋🏼‍♀️🙆🏼‍♀️ . It’s easy to forget sometimes how far I’ve actually come! It’s not been the easiest journey, but definitely rewarding ❣️✨ . I remember when I took the photo to the left, still to this day. I was breathing in and was so uncomfortable! I later took a family photo with my mum and brother, and I hated how I looked! 🙇🏼‍♀️ . In the beginning it was all about loosing weight, chasing the scale, and I’m happy that I’m not thinking along them lines anymore! I want to be fit, healthy and strong 💪🏻 I changed my life and my habits for ME! 🙏🙋🏼‍♀️ A lot of people accuse me of this and that (surgery) and being dishonest and saying that my transformation is not achievable or a healthy transformation. 🤦🏼‍♀️👎🏻 . I’ve had my breast done, which I’ve always been honest about, the rest is pure hard work and dedication NOTHING is unachievable! You set YOUR goals, and do it for YOU! People raining ☔️ on your parade are simply upset that you are doing you and feeling good if they are unhappy with them self but simply don’t have the motivation to chase their goals! 🙌 . So you set your goals, do what YOU want to do. And don’t let negativity affect your journey ❤️✨🙌 . Ps. My BOOTY 🍑 program is now reduced to 27$ (link in bio) 👆🏻🤯 limited offer, so HURRY and don’t miss out! 🙈

A post shared by Jelly Devote (@jellydevote) on Sep 2, 2019 at 6:22am PDT

Hún lærði að finna jafnvægi í mataræði og hreyfingu. Í dag æfir hún fjórum til fimm sinnum í viku og heldur áfram að fylgjast vel með því hvað hún lætur ofan í sig. Í stað þess að borða 2-3 stórar máltíðir á dag borðar hún fimm til sex minni máltíðir á dag. Hún passar að borða mikið af grænmeti, hollri fitu og próteini og skilur eftir glugga fyrir eitthvað gómsætt eins og kleinuhring af og til.

Í dag er hún áhrifvaldur á Instagram og ferðast um heiminn. Hún heldur úti lífsstílsíðunni jallydevote.com.

Jelly Devote fékk fyrst átröskun þegar hún byrjaði að reyna …
Jelly Devote fékk fyrst átröskun þegar hún byrjaði að reyna að léttast. Skjáskot/Instagram
mbl.is