Byrjaði að telja macros og léttist um 48 kíló

Dawn Smith léttist um 48 kíló.
Dawn Smith léttist um 48 kíló. Skjáskot/Instagram

Dawn Smith byrjaði ekki að léttast fyrr en hún skildi nákvæmlega hvaða næringu líkaminn hennar þurfti. Hún lærði um prótein, kolvetni og fitu og byrjaði að telja hversu mikið hún væri að fá úr matnum. 

Á um það bil einu ári hefur hún lést um 48 kíló og er komin í mun betra form líkamlega, en líka andlega. Í pisti á Women's Health segist hún hafa verið þung frá því hún var barn. Núna er hún 20 ára gömul og um 90 kíló. 

Árið 2018 tók gríðarlega mikið á hana en besta vinkona hennar var skotin til bana. Hún sökk ofan í djúpt þunglyndi í kjölfarið. Stuttu seinna var hún bitin af skröltormi og lenti á spítala. Hún gat ekki gengið í margar vikur og eyddi vikum heima hjá sér í sorg yfir vinkonu sinni. 

Það var þá sem hún ákvað að lífið væri of stutt til að vera ekki besta útgáfan af sjálfri sér. Í janúar 2019 ákvað hún að byrja að læra um næringu. Hún fékk fullt af upplýsingum frá vinkonu sinni sem hefur mikinn áhuga á hreyfingu og mataræði. 

Í dag telur Smith hversu margar hitaeiningar hún innbyrðir.
Í dag telur Smith hversu margar hitaeiningar hún innbyrðir. Skjáskot/Instagram

Síðan fór hún sjálf að læra af netinu og lærði að telja hitaeiningar og hversu mikið af kolvetnum, próteini og fitu er í mat. Hún áttaði sig strax á því að hún þyrfti að hætta að borða skyndibita á hverjum degi og fór að elda mat heima. 

Árangur lét ekki á sér standa og í mars var hún búin að missa um 10 kíló. Þá fór hún að bæta inn hreyfingu jafnt og þétt og byrjaði á því að ganga á hlaupabrettinu og gera æfingar með líkamsþyngd, eins og hnébeygjur og magaæfingar.

Smith bjó sér sjálf til lítil æfingaplön sem hún hélt sig við þangað til hún gat klárað þau án þess að stoppa. Þá bætti hún við ákefðina. Síðan byrjaði hún að stunda líkamsrækt og lyftingar. Hún fékk vin sinn til að koma með sér til að byrja með og hann kendi henni hvernig hún ætti að gera allar helstu hreyfingar í lyftingum. 

Þar beitti hún sömu aðferð og upphaflega, bjó sér til stutt plön og fylgdi þeim þangað til hún gat gert þau án þess að stoppa. Þá jók hún þyngdina og fækkaði endurtekningum. 

„Sem kona í yfirstærð sem var einu sinni þyngri en 135 kíló, hvet ég fólk alltaf til að elska sjálft sig. Ég þurfti að hlusta á mínar eigin ráðleggingar áður en ég fór að léttast. Besta ráðið sem ég get gefið hverjum sem vill léttast er að byrja á andlegu hliðinni. Lærðu að elska þig eins og þú lítur út núna og leyfðu sjálfum þér svo að breytast,“ skrifar Smith í lok pistilsins og bætir við að það sé ekki hollt að bera sig saman við aðra.

View this post on Instagram

It’s #weightlosswednesday 🔥 When I started this journey I had no idea what I got myself into! I started with only going to workout 2 days a week! Then it turned into 3! Next thing you know I was going 5 days a week and resting on the weekends! But it was all a MIND THING! • When you want to transform your body you have to mentally be ready! Plenty days my mind would shut down I would get emotional, lose faith and that’s when I didn’t see results! • Somedays I would get on the scale and see the number go up and just binge eat or sometimes eat only once a day after that following day and it only made it worse. • It’s very important to take it one day at a time because patience is key! You can start your journey and in a week expect your body to look different you have to give your body time to adjust! • YOU CAN WORKOUT 24/7 BUT IF YOU ARE EATING OVER YOU CALORIE DEFICIT YOU WILL GAIN WEIGHT! • STARVING YOURSELF= GAINING WEIGHT! • To Purchase my nutrition, meal, or workout plans or if you have any questions please DM me! 💕💪🏾 #weightlosswednesday #weightlossjourney #weightlossmotivation #fitnessinspiration #weightlossjourney #weightlossmotivation #weightlosstransformation #extremeweightloss #fitnessinspiration #healthyweightloss #healthylifestyle #healthybodyhealthymind #healthjourney #myfitnessjourney #myfitnesspaljourney #selflove #fitnesslifestyle #gymmotivation #gymtime

A post shared by Dawn Elizabeth Smith (@thedawnelizabeth) on Dec 12, 2019 at 11:15am PST

View this post on Instagram

Lately I been GRINDING 💪🏾 • Comment below a reason why you can’t reach your fitness goals? What’s stopping you? #weightlossmotivation #fitnessinspiration #weightlossjourney #weightlossmotivation #weightlosstransformation #extremeweightloss #fitnessinspiration #healthyweightloss #healthylifestyle #healthybodyhealthymind #healthjourney #myfitnessjourney #myfitnesspaljourney #selflove #fitnesslifestyle #gymmotivation #gymtime #100poundweightloss #workoutsession #fitnesstrainer #fitnesstraining #gymtime #fitnessfriday #myfitnesspalfriends #myfitnesslife #fitnessfreaks #fitnessmodel #fitnessfun #hardworkpaysoffs #healthylifestyle #weightlosstip #healthybodyhealthymind #glutesworkout #legdayworkout #fitnessyoutuber

A post shared by Dawn Elizabeth Smith (@thedawnelizabeth) on Jan 22, 2020 at 5:50pm PST



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál