Léttist um 50 kíló eftir sykursýkisgreiningu

Randy Jackson.
Randy Jackson. Getty Images

Idol-dómarinn Randy Jackson var lengi vel gríðarlega þungur og hugsaði lítið um heilsuna. Nú hefur hann lést um rúmlega 50 kíló og líður mun betur. 

Randy var yfir 135 kíló þegar hann var sem þyngstur. Eftir að hann greindist með sykursýki 2 ákvað hann að gera eitthvað í sínum málum og fór í hjáveituaðgerð. Þetta var árið 2003.

„Ég held það hafi verið í annarri þáttaröð af Idol. Það kom inn fólk og sagði „já ókei félagi, þú ert að segja mér að ég sé skelfilegur, en þú ert feitur“ og ég svaraði já að ég vissi það, ég væri með spegla heima hjá mér. Fólk hefur séð mig í sjónvarpinu í mörg ár og tekið eftir því að ég hef átt erfitt með að stjórna þyngd minni,“ sagði Randy í viðtali við People

Hann segir að þessi harða gagnrýni sem hann fékk á meðan hann var dómari í Idol hafi ýtt honum af stað í þessa vegferð.

Í gegnum árin hefur hann unnið með fagfólki í öllum geirum hvað við kemur heilsu. Hann segir að það haldist í hendur, að hafa stjórn á þyngdinni og að hafa stjórn á sykursýkinni. Þess vegna ákvað hann að leggja til fé í Unify Health Labs. 

„Maður verður að breyta því hvernig maður hugsar um mat. Maður verður eiginlega að skilja við mat og byrja rólega aftur og finna hvaða matur virkar fyrir þinn líkama. Og finna hvað fer illa í þig og virkilega veita því athygli hvernig manni líður,“ sagði Randy.

Einhverjir muna kannski eftir Randy Jackson úr bandaríska Idol.
Einhverjir muna kannski eftir Randy Jackson úr bandaríska Idol. Cover Media
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál