Shakira hætti að borða sykur og mjólkurvörur

Shakira æfði vel og borðaði hollt fyrir Ofurskálina.
Shakira æfði vel og borðaði hollt fyrir Ofurskálina. AFP

Söngkonan Shakira kom fram í hálfleik Ofurskálarinnar á sunnudaginn í Bandaríkjunum. Shakira og Jennifer Lopez vöktu athygli fyrir ótrúlega sviðsframkomu og voru þær báðar í fantaformi. Einkaþjálfari Shakiru, Anna Kaiser, greindi frá því í viðtali Us Weekly hvernig Shakira kom sér í form fyrir Ofurskálina. 

Shakira hefur æft með Kaiser í tíu ár sem veit því vel hvernig Shakira þarf að æfa svo hún komist í gegnum tónleika sem reyna ekki síður á danshæfileika og úthald en raddböndin. 

Þjálfarinn sagði að Shakira hefði tekið sig á bæði þegar kom að æfingum og mataræði þar sem hún vildi vera sterk og geta gert sitt besta fyrir alla. Æfingar Kaiser samanstanda af dansæfingum og styrktaræfingum. Venjulega æfði Shakira sex daga í viku og gerði meira með hverjum deginum. Lagði hún sérstaka áherslu á upphandleggi og kviðvöðva. 

Shakira í hálfleik Ofurskálarinnar.
Shakira í hálfleik Ofurskálarinnar. AFP

Þegar fór að líða að tónleikunum í hálfleik Ofurskálarinnar æfði Shakira meira og fóru ýmsar matvörur á bannlista.

„Við tókum út sykur, mjólkurvörur og lögðum áherslu á gæðaprótín, mikið grænmeti og margar máltíðir á dag þar sem dagarnir hennar voru langir,“ sagði Kaiser. Shakira elskar að borða súkkulaði og segist Kaiser hafa leyft henni að borða sætindi sem innihéldu ekki sykur. „Ég fann upp á sniðugum hollum valkostum í stað súkkulaðis svo henni liði ekki eins og það væri að svipta hana af einhverju. Hún gat leyft sér án sykurs.“

Shakira og Jennifer Lopez komu fram saman.
Shakira og Jennifer Lopez komu fram saman. AFP
mbl.is