Ólíklegri til að leita eftir brjóstakrabbameini

Konur sem eru óhamingjusamar með stærð brjósta sinna eru ólíklegri …
Konur sem eru óhamingjusamar með stærð brjósta sinna eru ólíklegri til þess að leita sjálfar eftir krabbameini í brjóstum sínum. Ljósmynd/Unsplash

Konur sem eru óhamingjusamar með stærð brjósta sinna eru ólíklegri til þess að leita sjálfar eftir krabbameini í brjóstum sínum. 

Samkvæmt rannsókn sem náði til 18 þúsund kvenna í 40 ríkjum eru yfir tveir þriðju hluta kvenna óhamingjusamar með stærð brjósta sinna. Aðeins 29 prósent eru ánægðar með brjóstin sín, 48 prósent vildu að þær væru með stærri brjóst og 23 prósent vildu að þær væru með minni brjóst. 

„Óánægja með stærð brjósta sinna getur haft áhrif á líkamlega og andlega heilsu. Ef við getum fengið konur til að vera hamingjusamar með brjóst sín gæti það haft mjög góð áhrif,“ sagði Viren Swami prófessor við Anglia Ruskin University. 

Í rannsókninni kom einnig fram að óánægja með stærð brjósta hefur meiri áhrif en bara á sjálfsmynd kvennanna þar sem þær sem eru óhamingjusamar með stærð brjósta sinna eru mun ólíklegri til að fylgjast með breytingum. Þær sem fylgdust með brjóstum sínum gátu þó ekki verið vissar um að taka eftir breytingum. 

Konur í rannsókninni voru beðnar um að velja skuggamyndir af brjóstum sem voru líkust þeirra og svo velja skuggamynd af brjóstastærð sem þær myndu vilja hafa. Stór brjóst voru vinsælust á meðal kvennanna þótt fæstar vildu stærstu mögulegu stærðina sem var í boði. 

Í öllum ríkjum átti elsti aldurshópurinn það sameiginlegt að vera hvað ánægðastur með líkama sinn. 

Aðeins 29 prósent eru ánægðar með brjóstin sín, 48 prósent …
Aðeins 29 prósent eru ánægðar með brjóstin sín, 48 prósent vildu að þær væru með stærri brjóst og 23 prósent vildu að þær væru með minni brjóst. Ljósmynd/Unsplash
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál