Ertu uppfull/ur af neikvæðum tilfinningum?

Sara Pálsdóttir lögmaður og dáleiðari.
Sara Pálsdóttir lögmaður og dáleiðari.

„Þegar við göngum í gegnum erfiða lífsreynslu, t.d. erfiðar heimilisaðstæður í æsku, einelti, skilnað, ástvinamissi, o.s.frv., verða til innra með okkur neikvæðar tilfinningar, t.a.m. sorg, særindi, reiði, vonleysi, hjálparleysi, o.s.frv. Hver og ein þessara tilfinninga er gerð úr orku, líkt og við sjálf og allt annað í heiminum. Neikvæð orka fylgir þessum neikvæðu tilfinningum og hún starfar eða hreyfist á ákveðinni tíðni,“ segir Sara Pálsdóttir dáleiðari í sínum nýjasta pistli á Smartlandi: 

Stundum getur það gerst og gerist oft, sér í lagi ef við höfum ekki lært heilbrigðar aðferðir við að vinna úr neikvæðum tilfinningum, t.d. ef við bælum þær eða afneitum þeim, eða ef ónæmiskerfið okkar er undir álagi, t.d. vegna streitu eða ef tilfinningin eða tilfinningarnar eru svo sterkar og yfirþyrmandi, að þá getur orkan sem fylgir þessum neikvæðu tilfinningum fest innra með okkur í líkama okkar. 

Neikvæðar tilfinningar geta fest hvar sem er í líkamanum. Algengir staðir eru brjóst, magasvæði, hjarta eða höfuð en raunin er sú að þær geta fest hvar sem er. Þegar hin neikvæða tilfinning, sem er í reynd bara neikvæð orka, hefur tekið sér bólfestu innra með okkur er sá líkamshluti að finna fyrir þeirri neikvæðu tilfinningu stanslaust, allan sólarhringinn, oft í mörg ár og jafnvel áratugi.

Sjaldnast vitum við af þessum tilfinningum, gerum okkur a.m.k. ekki grein fyrir því hvernig þær geta fest innra með okkur með þessum hætti. Þessi neikvæða orka getur svo valdið alls kyns einkennum hjá okkur, bæði líkamlegum og andlegum. Það að vera „uppfullur af reiði“ er oft bókstaflegra en við gerum okkur grein fyrir. Þetta er m.a. ástæðan fyrir því að sumir hreinlega breytast við að lenda í áfalli. „Hún Gunna hefur aldrei orðið söm eftir skilnaðinn“, eða „ég hef aldrei komist yfir þetta áfall“. Atvikið er löngu liðið, en eftir sitja neikvæðu tilfinningarnar sem urðu til við atvikið og þær halda okkur föstum í fortíðinni.

Því lengur sem þessi neikvæða orka situr föst innra með okkur, því meiri skaða getur hún valdið. Í vissum skilningi erum við að hluta til ávallt að finna fyrir þeim neikvæðu tilfinningum sem eru fastar innra með okkur, og þessi neikvæða orka hefur áhrif á það hvernig okkur líður, hvernig við hugsum og hvernig við hegðum okkur.

Reynslan hefur sýnt okkur að neikvæðar tilfinningar geta veikt ónæmiskerfið okkar og gert okkur berskjaldaðri gagnvart sjúkdómum. Neikvæðar tilfinningar geta raskað orkuflæði líkamans og eðlilegri virkni líffæra.

Neikvæðar tilfinningar eru m.a. taldar geta valdið eða stuðlað að eftirfarandi einkennum:

Fíkn

Ofnæmi

Kvíða

Astma

Sjálfsofnæmissjúkdómseinkennum

Bakverkjum

Kjálkaverkjum

Stífum vöðvum

Sinaskeiðabólgu

Brjóstverkjum

Síþreytu

Hægðatregðu

Magaverkjum

Meltingarvandamálum

Átröskunareinkennum

Vefjagigtareinkennum

Höfuðverkjum

Mígreni

Verkjum í mjöðmum

Frjósemisvanda

Svefnleysi

Liðverkjum

Verkjum í hnjám

Verkjum í hálsi

Martröðum

Ofsakvíða

Ofsahræðslu

Áfallastreituröskun

Sjálfskaðandi hegðun

Verkjum í öxlum

Félagskvíða

Eyrnasuði

Þunglyndi

og sjálfsvígshugsunum.

Það er engin tilviljun að fólk sem hefur lent í mörgum áföllum er mun líklegra til að glíma við framangreind einkenni en aðrir. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir heilsuna og vellíðan að finna þessar neikvæðu tilfinningar og hreinsa þær út úr líkamanum eða losa sig við þær. Ýmsar aðferðir eru til að gera slíkt, líkt og ég hef fjallað um í fyrri pistlum mínum.

Við höfum ekki endilega vitneskju um þessar neikvæðu tilfinningar í meðvitund okkar en undirmeðvitund okkar veit upp á hár hvaða neikvæðu tilfinningar við erum með, hvar í líkamanum þær er að finna, hvenær þær urðu til og af hvaða tilefni. Unnt er að nota vöðvapróf (e. muscle testing) til að fá svör frá undirmeðvitundinni um hvort og hvaða tilfinningar eru fastar í líkamanum. Fremstur í heimi á þessu sviði er dr. Bradley Nelson sem bjó til The Emotion Code og ég hvet fólk til að kynna sér aðferðir hans.

Önnur áhrifarík leið er dáleiðsla, en með henni er hægt að fá beinan aðgang að undirmeðvitundinni og spyrja hana beinna spurninga og biðja hana um að hreinsa þessar neikvæðu tilfinningar út úr líkamanum.

Þá mæli ég eindregið með að nota hugleiðslu með þeim ásetningi að hreinsa út neikvæðar tilfinningar eða neikvæða orku. Gott er að fara á youtube.com og finna þar hugleiðslu eða sjálfsdáleiðslu sem hefur þennan tilgang. Þegar svona losun fer fram getur það gerst að við grátum eða finnum fyrir þessum tilfinningum. Ef það gerist er það merki um að við séum að hreinsa neikvæða orku út og það er heilbrigt og gott.

Þegar við förum að geta smátt og smátt hreinsað þessar neikvæðu tilfinningar út förum við að finna mikinn mun á okkur. Við verðum meira og meira við sjálf, heilbrigðari og ánægðari. Orkuflæðið í líkama okkar verður jafnara og heilbrigðara og oft líður manni eins og þungu fargi sé af manni létt. Að burðast með tilfinningalegan farangur heldur aftur af okkur og getur gert okkur veik. Losaðu þig við þetta; frelsið, heilbrigðið og vellíðanin sem fylgir því er ómetanleg.

Hægt er að lesa meira um undirmeðvitundina og neikvæðar tilfinningar hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál