Stundaði kynlíf í fyrsta skipti í 5 ár

Ulrika Jonson stundaði kynlíf í fyrsta skipti í 5 ár …
Ulrika Jonson stundaði kynlíf í fyrsta skipti í 5 ár á dögunum. skjáskot/Instagram

Sjónvarpskonan Ulrika Jonson stundaði kynlíf í fyrsta skipti í fimm ár nú á dögunum og segir að sér hafi liðið eins og hreinni mey. 

Ulrikaskrifar reglulega pistla í breska blaðið The Sun og nýleg kynlífsreynsla hennar var umfjöllunarefni pistils vikunnar. Hún segri að breytingarskeiðið hafi haft mikil áhrif á löngun sína í kynlíf en einnig að hún hafi ekki verið örugg með sjálfa sig, sem einnig hafði neikvæð áhrif á kynhvötina.

Ulrika var gift Brian Monet í 11 ár en þau skildu í fyrra. Hún hefur áður greint frá því að þau hafi einungis stundað kynlíf einu sinni á 8 ára timabili. Nýlega kynntist hún karlmanni í gegnum samfélagsmiðla. 

Hún segir að fyrir tveimur árum hafi það hvarflað að henni að hún myndi aldrei stunda kynlíf aftur á ævinni. En nú hefur hún sigrast á hræðslu sinni. „Ég þurfti að segja sannleikann um hversu sjaldan ég hef stundað kynlíf á síðustu árum og hafði ekki hugmynd um hvort ég myndi muna hvað ég ætti að gera eða hvernig ég ætti að gera. Ég hafði áhyggjur af því, í miklum sjálfsefa, að ég kynni ekki lengur hvernig á að kyssa. Ég grínaðist með að ég væri að missa meydóminn aftur, nema í þetta skiptið hafði ég miklu meiri stjórn á hlutunum og var alls ekki jafn hrædd,“ skrifar Ulrika. 

Hún segir lesendum frá því í pistlinum að hún hafi fundið sömu tilfinningar á meðan kynlífinu stóð og hún gerði þegar hún stundaði kynlíf reglulega. Hún hafi líka sloppið við að hugsa um að líkaminn hennar væri ekki eins og hann var áður fyrr á meðan hún naut sín með manninum.

mbl.is