Hégóminn víkur fyrir heilsunni

Þegar við erum í topp og buxum sem passa ekki …
Þegar við erum í topp og buxum sem passa ekki nægilega vel saman getum við eytt óþarfa tíma í að toga toppinn niður eða buxurnar upp til þess að maginn strjúki ekki út úr fötunum.

Margir sækjast eftir því að vera þokkalega útlítandi í ræktinni og þá koma góð leikfimisföt eins og himnasending. Góð íþróttaföt hafa þó að geyma fleiri kosti en að vera falleg og þægileg. Þau þurfa að vera þannig að manneskjan geti verið frjáls.

Hver hefur ekki lent í því að fara út að hlaupa í íþróttabuxum sem rúllast alltaf niður og í stað þess að öll athyglin sé á hreyfingunni fer meðvitundin í það að hífa upp íþróttabuxur. Ef þú kýst að æfa í buxum og topp skiptir máli að þessar tvær flíkur tali saman svo þú notir ekki orkuna í að toga toppinn niður eða buxurnar upp.

Þess vegna getur verið mjög þægilegt að vera í samfestingi í leikfimi. Í samfestingi þarftu ekkert að hugsa um hvort belgurinn sé að sleppa laus heldur er hann pikkfastur inni í gallanum. Í fyrra kynntist ég íþróttamerki sem heitir Sweaty Betty. Vinkona mín sem býr í Lundúnum dró mig inn í samnefnda verslun og sagði að þarna væru sérlega góðar flíkur sem hentuðu vel til íþróttaiðkunar. Þar féll ég fyrir samfestingi, renndi kortinu í gegn en þegar heim var komið versnaði í því. Ég þorði ekki að klæðast honum því mér fannst ég svo berskjölduð í honum og leið eins og allar fellingar væru í beinni útsendingu. 

Eftir nokkra mánuði ákvað ég að sleppa tökunum. Ég hugsaði með mér, ef ég nota hann ekki núna þá er ekki séns að ég verði eitthvað ánægðari með mig í honum eftir 20 ár. Er ekki alltaf verið að hamra á því við mann að lífið sé núna?

Síðan í haust hef ég stundað Infra Power hjá Önnu Eiríksdóttur í Hreyfingu af fullum krafti. Í æfingunum, sem eru mjög krefjandi, hefur samfestingurinn komið að góðum notum. Eftir rosalegar bjölluæfingar koma kannski 20 froskahopp og svo „burpees“, hnébeygjur, armbeygjur og fjallaklifur. Allt þetta er iðkað í 34° heitum sal. Vömbin er því bara kyrr inni í samfestingnum meðan öll þessi ósköp ganga yfir. Einn daginn tók ég svo eftir því að vömbin hafði rýrnað aðeins eftir öll froskahoppin, bjöllurnar og stuðið. Það að keyra upp hámarkspúls tvisvar í viku skilar árangri þótt það sé ekki verið að gera neitt annað með nema kannski slaka á með flothettu og fara út í göngutúra. Það að æfa í hádeginu tvisvar í viku og reyna svona mikið á sig hefur þó einn ókost. Húðliturinn breytist úr ljósum í dökkrauðan og stundum jafnar húðliturinn sig ekki fyrr en um kaffileytið. Hégóminn þarf því að víkja fyrir heilsunni.

Það að keyra púlsinn upp úr öllu valdi tvisvar í …
Það að keyra púlsinn upp úr öllu valdi tvisvar í viku skilar miklum árangri.
Þessi samfestingur er frá Sweaty Betty.
Þessi samfestingur er frá Sweaty Betty.
Samfestingar eru þægilegar þegar þú ert búin að yfirstíga óttann.
Samfestingar eru þægilegar þegar þú ert búin að yfirstíga óttann.
Ekki er verra að hafa samfestinginn með munstri.
Ekki er verra að hafa samfestinginn með munstri.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál