Borðaði stundum bara 800 kaloríur á dag

Carrie Underwood er komin með reglu á mataræði sitt.
Carrie Underwood er komin með reglu á mataræði sitt. AFP

Bandaríska söngkonan Carrie Underwood pældi ekki mikið í líkamlegu atgervi sínu áður en hún rakst á athugasemd á netinu árið 2005 í kjölfar þátttöku sinnar í American Idol. „Carrie er að verða feit,“ las American Idol-sigurvegarinn á netinu og fór í kjölfarið að gera breytingar á mataræði sínu sem endaði á öfgafullan hátt. 

Í forsíðuviðtali við Women's Helth segir Underwood að hún hafi verið meðvituð um að hlusta ekki á gagnrýni fólks en hún vissi líka að pastað sem hún lifði á gerði henni ekki gott. „Ég var þreytt og hélt áfram að kaupa stærri föt,“ segir Underwood í viðtalinu. „Ég vissi að ég gæti gert betur og leyfði fólki fullu af hatri verða mér hvatning.“ 

Underwood gekk þó of langt. Eftir að hún vann söngvakeppnina fór hún á tónleikaferðalag með öðrum keppendum. Hún byrjaði að lesa innihaldslýsingar og telja kaloríur. Í fyrstu leið henni vel. Hún svaf betur og varð orkumeiri en svo fór að halla undan fæti. Hún hugsaði með sér að ef þetta virkaði gæti hún æft meira og borðað minna. Suma daga borðaði hún því aðeins 800 kaloríur. 

Söngkonan grenntist þegar hún borðaði svona fáar kaloríur en fékk svo óstjórnlega löngun í að borða meiri mat, hætti að fylgja planinu leið, leið hræðilega í kjölfarið og þetta gerðist aftur og aftur. Líkami hennar öskraði á fleiri kaloríur og kolvetni. Orkan var einnig minni. Hún telur þó ekki að hún hafi verið með átröskun. 

Í dag er Underwood grænmetisæta en segir þá ákvörðun snúast meira um dýravelferð en heilsu. Hún er einnig með betri reglu á mataræði sínu en þegar hún var yngri. Hún notar MyFitnessPal, borðar hollt og fær sér köku á tyllidögum. Nærri helmingur af því sem Underwood borðar er kolvetni eða 45 prósent, 30 prósent fita og 25 prósent prótín.

Carrie Underwood borðar mikið af kolvetnum í dag.
Carrie Underwood borðar mikið af kolvetnum í dag. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál