Má drekka vatn í föstu?

Vatnsdrykkja er í góðu lagi á föstunni.
Vatnsdrykkja er í góðu lagi á föstunni. AFP

Föstur eru einstaklega vinsælar þessa dagana. Föstur í lengri eða skemri tíma geta haft einstaklega góð áhrif á líkmann. Þegar farið er út í það að fasta vakna nokkrar spurningar, eins og til dæmis hvað má drekka? Má drekka vatn?

Á vef Women's Health er farið vel ofan í saumana á því hvað má drekka og hverju maður ætti að halda sig frá. Stutta svarið við ofangreindum spurningum er já, þú mátt drekka vatn.

Mjög margir stunda svokallaða ósamfellda föstu (e. intermittent fasting) sem felur í sér að fasta í 16 klukkustundir og borða innan átta tíma ramma. Sumir fara í 18 tíma föstu og borða innan sex tíma og enn aðrir fara í 20 tímana. 

Á þessum 16 til 20 tímum er gríðarlega mikilvægt að drekka vatn. Annað getur verið mjög slæmt fyrir þig. Innan þessara tímamarka sefur þú að öllum líkindum í 7-9 klukkustundir drekkur því ekki neitt á því tímabili.

Það eru þó mismunandi ástæður fyrir því að fólk fastar. Ef þú ert að gera það að læknisráði, eins og til dæmis fyrir aðgerð, þá má ekki drekka neitt sem hefur áhrif á blóðsykurinn. Þá er venjulegt vatn besti vinur þinn. 

Ef þú ert hins vegar að gera það til þess að létta þig hefurðu aðeins meira svigrúm. Þumalputtareglan er sú að drekka engar hitaeiningar því markmiðið með föstunni er að innbyrða færri hitaeiningar en þú brennir.

Því er vatn með sítrónusneið, sódavatn, svart kaffi og te í fínasta lagi á meðan þú fastar. Ef þú ert vanur að drekka mikið af sykurlausu gosi eins og Pepsi Max ættirðu að reyna að halda því í lágmarki á meðan þú fastar. Í því er aspartam eða önnur gervisæta sem hefur ekki góð áhrif á þig í föstunni.

Ekki er heldur mælt með því að drekka orkudrykki á föstunni enda geta leynst 20 til 30 hitaeiningar í dósunum. 

Það er mikilvægt að drekka vatn í föstu.
Það er mikilvægt að drekka vatn í föstu. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál