Missti 45 kíló á 10 mánuðum á ketó

Jessica Smart hefur náð góðum árangri á ketó.
Jessica Smart hefur náð góðum árangri á ketó. skjáskot/Instagram

Hin bandaríska Jessica Smart var 110 kíló þegar hún var sem þyngst. Fjölmörg fósturlát og tvær meðgöngur höfðu farið illa með líkama hennar og andlega heilsu. Hún hafði prófað fjölda megrunarkúra og púlað í ræktinni dag eftir dag. Aldrei sá hún þó árangur fyrr en hún kynntist ketó-mataræðinu og á 10 mánuðum missti hún 45 kíló. 

Í viðtali á The Sun segir Smart að þetta hafi allt byrjað með erfiðum skilnaði árið 2011. Þá byrjaði hún að þyngjast. Hún kynntist núverandi eiginmanni sínum, Andrew, árið 2012 og þau ákváðu að þau vildu stofna fjölskyldu saman. 

Smart glímdi við ófrjósemi.
Smart glímdi við ófrjósemi. skjáskot/Instagram

Þau glímdu hins vegar við ófrjósemi og eftir hvern fósturmissi bætti Smart á sig 6-8 kílóum. Þeim tókst þó á endanum að eignast barn og sonur þeirra Dash kom í heiminn á jóladag árið 2014.

Þegar Dash litli var nokkurra mánaða fór Smart að hugsa um hvernig hún gæti sinnt móðurhlutverkinu sem best og reyndi nokkra megrunarkúra. Það gekk þó erfiðlega og þegar Dash litli var eins árs komst hún að því að hún var aftur ólétt. Bróðir Dash, Duncan, kom í heiminn í september 2016.

Nokkrum mánuðum eftir fæðingu Duncans fór hún til læknis til að láta skoða af hverju hún gæti ekki með nokkru móti létt sig. Eftir mörg próf kom í ljós að ekkert var að henni en læknirinn hennar benti henni á að skrá sig í Weight Watchers. 

Svona hefur kviður hennar breyst síðan árið 2017.
Svona hefur kviður hennar breyst síðan árið 2017. skjáskot/Instagram


Smart var ekki hrifin af þeirri hugmynd og leitaði því logandi ljósi að annarri. Hún prófaði alla megrunarkúra sem henni datt í hug en fann ekkert fyrr en viðskiptavinur hennar benti henni á drykk sem hjálpaði henni við að komast í ketósu-ástand.

Þá fór Smart að kynna sér ketó-mataræðið og hjólin fóru að snúast hratt. Á ketó-mataræðinu tókst henni loksins að losa sig við öll kílóin sem hún hafði bætt á sig á síðustu árum.

Í dag heldur hún úti instagramsíðunni @BetterKetoByJess þar sem hún fræðir fylgjendur sína um áhrif ketó-mataræðisins. Hún vinnur einnig sem ketó-næringarráðgjafi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál