„Höfum verið pungsveittir í öll þessi ár“

Pungpúðrið sem leysir öll þín vandamál.
Pungpúðrið sem leysir öll þín vandamál. Ljósmynd/Unsplash

Fyrirtækið Front Clothing Group kynnti á dögunum nýja vöru á markað. Varan er Chassis Premium pung púður og á að leysa öll pung-vandamál íslenskra karlmanna. 

„Við höfum verið pungsveittir í öll þessi ár og nú er loksins komin lausn við þessu öllu. Við búum hérna á þessu skeri og þurfum að ganga í lokuðum buxum í allavega 9 mánuði ári. Nú getum við verið ferskir þarna niðri frá morgni til kvölds án þess að þurfa að kafa ósmekklega ofan í klofið til að losa um punginn,“ segir Stefán John Stefánsson dreifingaraðili Chassis Premium á Íslandi. 

Hann segir mikilvægt að opna umræðuna um þessi málefni. „Þetta hefur ekkert verið rætt hingað til. Það er mikil vakning núna og við viljum opna umræðuna, sérstaklega núna í Mottumars,“ segir Stefán. 

„Þetta á ekki að vera feimnismál því pungheilsa og hreinlæti er eitthvað sem snertir okkur alla,“ segir Stefán. 

Chassis Premium notast við hydro-shield tæki sem hrindir frá sér svita og kemur í veg fyrir hann með náttúrulegum efnum eins og humlum, aloe vera, graskersfræjum og höfrum.

Pung púðrið má nálgast í vefverslun Front Clothing Group.

Ljósmynd/Aðsend
mbl.is