Losnaði við 27 kíló fyrir brúðkaup vinkonu sinnar

Liz Delaney missti 27 kíló á 10 mánuðum.
Liz Delaney missti 27 kíló á 10 mánuðum. skjáskot/Instagram

Þegar Liz Delaney var 23 ára var hún 97 kíló og hafði aldrei verið þyngri. Þegar vinkona hennar bað hana að vera brúðarmey hjá sér ákvað Delaney að nú yrði hún að gera eitthvað í sínum málum. 

Tíu mánuðir voru í brúðkaupsdaginn sjálfan og setti Delaney sér það markmið að líta eins vel út og hún gæti. Á þessum 10 mánuðum náði hún ótrúlegum árangri og léttist um 27 kíló. 

Fyrstu vikurnar byrjaði hún á því að læra um næringu. Hún vildi gera breytingu sem hún gæti haldið sig við til lengdar og valdi því að fara á lágkolvetnamataræði.

Delaney fann aldrei afsakanir til að halda ekki áfram.
Delaney fann aldrei afsakanir til að halda ekki áfram. skjáskot/Instagram

„Ég vissi að ég þurfti að gera róttækar breytingar í mataræðinu. Ég var á botninum þegar matur var annars vegar. Ég hámaði í mig mat kvöld eftir kvöld þar til mér var illt í maganum. Ég borðaði þegar ég var ekki svöng. Ég borðaði til að takast á við hluti sem ég vildi ekki takast á mig. Matur var óvinur minn,“ segir Delaney í pistli á Women's Health

Auk þess að taka mataræðið í gegn ákvað hún að prófa að skrá sig í crossfit. Hún hefur ekki litið til baka síðan og í dag er það besti hluti dagsins hjá henni að fara á æfingu. 

„Ég hætti að finna afsakanir. Jafnvel á erfiðu dögunum þegar mig langaði bara að gefast upp leyfði ég mér aldrei að finna afsakanir fyrir að halda ekki áfram. Ég var með skýrt markmið og ég lofaði sjálfri mér að ég myndi gera allt til að ná því. Ég trúi staðfastlega á þolinmæði, stöðugleika og jákvæðni. Þessi þrjú atriði hafa gert mig að sterkri konu í dag, bæði líkamlega og andlega,“ segir Delaney.

Í dag er hún sterkari bæði andlega og líkamlega.
Í dag er hún sterkari bæði andlega og líkamlega. skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál