Missti yfir 100 kíló með breyttu mataræði

Drew Rad hefur náð ótrúlegum árangri.
Drew Rad hefur náð ótrúlegum árangri. skjáskot/Instagram

Þegar Drew C.M. Rad var 29 ára gömul var hún um 188 kíló. Eftir að hún komst að því að hún væri með kæfisvefn og eftir að hún missti utanlegsfóstur ákvað hún að hugsa betur um líkamlega heilsu sína. Á fjórum árum hefur hún misst 108 kíló en á fyrsta árinu missti hún 81 kíló.

Þessum ótrúlega árangri náði hún með því að breyta mataræðinu. Hún fór á svokallað „leti ketó“ sem felur í sér að útiloka kolvetni ekki alveg en forðast þau og borða heldur próteinríkari fæðu. Hún lærði einnig inn á skammtastærðir og borðar töluvert minna í dag en hún gerði áður. 

Ótrúlegur munur!
Ótrúlegur munur! skjáskot/Instagram

„Ég var alltaf í stríði við vigtina, alveg síðan í grunnskóla. Ég borðaði illa og óhollan mat og hreyfði mig mjög lítið. Eftir því sem ég varð eldri fór ég að borða enn óhollari mat. Ég notaði mat til að takast á við hlutina, stress, sorg, þunglyndi og kvíða. Ég átti erfitt með að gera hina einföldustu hluti. Ég var orkulaus og sem móðir var ég alltaf búin á því,“ segir Rad í pistli á Women's Health

Rad segir að þyngdin hafi haft mikil áhrif á heilsu hennar. Árið 2015 greindist hún með alvarlegan kæfisvefn og niðurstöður sýndu að hún hætti að anda yfir 100 sinnum á hverri nóttu.

 Sumarið 2015 missti hún svo utanlegsfóstur og var lögð inn á bráðamóttökuna. Þá sögðu læknar henni að hún væri orðin 188 kíló. 

„Á þeim tímapunkti áttaði ég mig á því að ég þyrfti að gera breytingar. Ég hafði leyft mér að ná þyngd sem ég vildi aldrei ná. Sama kvöld og ég áttaði mig á því missti ég fóstur. Þetta var mjög erfitt,“ segir Rad. 

Þyngd hennar ein og sér olli því ekki að hún missti utanlegsfóstrið en ferðin á sjúkrahúsið hafði þau áhrif að hún áttaði sig á því að hún hefði enga stjórn á hlutunum. 

„Ég þurfti að hætta í sambandi með matnum, ég þurfti að enda þetta andlega samband mitt við að borða. Ég þurfti að fara að nýta mat til að gefa líkama mínum orku, ekki til að hugga sjálfa mig,“ segir Rad. 

Hún komst að því að litlar skammtastærðir og próteinríkt mataræði virkar vel fyrir hana. Á venjulegum degi borðar hún tvö egg og tvær sneiðar af beikoni í morgunmat. 

Í hádegismat borðar hún kjúklingabringu með osti og hnetum. Hún reynir að fá sér ekki millimál en ef hún er svöng borðar hún litinn poka af hnetum. Í kvöldmatinn borðar hún oft ofnbakaðan kjúkling með salati til hliðar. Í kvöldsnarl fær hún sér lítinn skammt af sykurlausum ís. 

Til að viðhalda þyngdartapinu fór Rad að hreyfa sig meira. Til að byrja með var hún mikið í stigavélinni og fer hún reglulega á hana. Hún fer á æfingu fjórum til fimm sinnum í viku og hvílir tvo til þrjá daga í viku. 

„Þetta hefur ekki verið það auðveldasta sem ég hef gert en þetta er besti slagur sem ég hef tekið í lífinu. Mér líður loksins eins og ég sé að lifa lífinu. Ég get raunverulega lifað lífinu og notið þess á hátt sem ég gat ekki þegar ég var þyngri,“ segir Rad.

Í kjölfar þyngdartapsins glímdi hún við mikið af lausri húð og hefur farið í aðgerð til að láta fjarlægja hana.

Rad lét fjarlægja auka húð með skurðaðgerð.
Rad lét fjarlægja auka húð með skurðaðgerð. skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál