Sítrónuvatn kvölds og morgna

Leikkonan Keri Russell.
Leikkonan Keri Russell. AFP

Að drekka volgt sítrónuvatn á morgnana er afar útbreitt og vinsælt heilsuráð. Hollywood-leikkonan Keri Russell gerir gott betur en það og drekkur sítrónuvatn bæði á morgnana og á kvöldin. Russell fór yfir heilsuleyndarmál sín í viðtali við Shape.

Russell segist venjulega borða frekar hollt. Hún borðar mikið en smærri skammta. Hennar helsta regla er þó sítrónuvatnið.

„Eina reglan sem ég lifi eftir er að á hverjum degi fæ ég mér heitt vatn og sítrónu fyrir svefn og þegar ég vakna,“ segir Russell. 

Glas af sítrónuvatni er sagt geta hjálpað meltingunni. Að drekka glas af sítrónuvatni á hverjum degi er einnig sagt geta haft góð áhrif á hormónastarfsemi líkamans, húðina og styrkt ónæmiskerfið svo eitthvað sé nefnt. 

Að fara eftir ströngu mataræði er ekki fyrri leikkonuna. 

„Oh mig langar að vera svona. Ég vil líta svona út þegar ég verð sextug,“ segist Russell hugsa þegar hún sér fólk sem lítur ótrúlega vel út miðað við aldur. Hún segist þó ekki hafa sjálfsagann til þess. „Ég er bara ekki tilbúin að fara eftir ströngum reglum. Mig langar að hafa gaman aðeins lengur. Mig langar að geta borðað pasta bolognese.“

Sítrónuvatn er allra meina bót.
Sítrónuvatn er allra meina bót.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál