Myndi aldrei fara á lágkolvetnamataræði

Carrie Underwood er ekki hrifin af lágkolvetnamataræði.
Carrie Underwood er ekki hrifin af lágkolvetnamataræði. AFP

Tónlistarkonan Carrie Underwood myndi aldrei fara á lágkolvetnamataræði. Hún myndi heldur velja próteinríkari fæðu. 

Í spurningaleik Women's Health fékk Underwood þrjá valmöguleika um ýmislegt tengt heilsu og lífsstíl. Þessa þrjá valmöguleika átti hún að flokka eftir hvort hún myndi vilja prófa það einu sinni, aldrei eða halda sig við það að eilífu.

Þegar hún hafði val á milli lágkolvetnamataræðis, próteinríks mataræðis og fituríks mataræðis sagði hún að lágkolvetnamataræði hljómaði leiðinlega og langar aldrei að prófa það. Hún væri til í að prófa fituríkt mataræði einu sinni en helst halda sig við próteinríkt mataræði.

Underwood hefur átt erfitt með að finna það mataræði sem hentar henni í gegnum árin. Á fyrstu árum frægðarinnar hugsaði hún lítið um mataræðið sitt. Í gegnum árin hefur hún prófað hinu ýmsu megrunarkúra sem skiluðu henni litlu. Í dag passar hún upp á að fá nóg prótein, kolvetni og fitu úr því sem hún borðar. 

Carrie Underwood.
Carrie Underwood. Skjáskot/Instagram
mbl.is