Þjálfari Aniston leysir frá skjóðunni

Jennifer Aniston.
Jennifer Aniston. AFP

Jennifer Aniston er í fantaformi og er ástæðan einföld, leikkonan er ótrúlega dugleg. Þjálfari hennar, Leyon Azubuike, sagði í viðtali við Women's Health aldrei hafa þjálfað jafn duglega manneskju. Þjálfarinn segir frá því hvernig hún þjálfar Aniston en um leið segir Azubuike að hann verði alltaf að vera breyta til. 

Aniston er dugleg að sýna vel þjálfaða handleggi sína og bakvöðva þegar hún klæðir sig upp á rauða dreglinum. Svona fer hún að því að halda sér flottri. 

1. Aniston byrjar alltaf á að liðka sig

Þjálfari leikkonunnar segir Aniston alltaf byrja á að æfa liðleikann til þess að auka hreyfigetuna. Fyrstu 15 mínúturnar teygir Aniston á og gerir æfingar í anda jóga, hún notar síðan rúllu og endar á að keyra púlsinn upp. Þjálfari segir algengur misskilningur að fólk haldi að það sé búið að hita upp nógu vel upp bara af því það er sveitt. 

2. Box og róður

Aniston hefur lengi verið hrifin af boxi en til þess að móta allan efri líkamann rær hún líka. Aniston gerir meðal annars róðrahreyfingar með lóðum í plankastöðu. 

3. Ein hreyfing í einu

Þegar kemur að efri líkamanum lætur Azubuike Aniston einbeita sér að einum vöðvahóp í einu í stað þess að blanda saman mörgum æfingum. Hann segir mikilvægt að ná að klára allar endurtekningar. 

4. Gerir alltaf magaæfingar

Azubuike lætur Aniston alltaf gera magaæfingar. Þegar kemur að því að styrkja miðjuna eru plankaæfingar í uppáhaldi hjá Aniston. 

5. Aniston gerir kröfur

Þjálfarinn segir Aniston vera frábæra íþróttakonu sem gerir miklar kröfur til sín. Þegar hún á að gera venjulegan planka gerir hún hann stundum erfiðari bara vegna þess að henni finnst æfingin vera of létt. 

Jennifer Aniston er í góðu formi.
Jennifer Aniston er í góðu formi. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál