Ertu orkulaus og nærð ekki að léttast? Þetta gæti verið ástæðan

Júlía Magnúsdóttir heilsumarkþjálfi.
Júlía Magnúsdóttir heilsumarkþjálfi.

„Við konur eigum því miður auðveldara með að geyma fitu en karlar vegna hormónsins estrogen og áhrifum þess á líkamann. Það minnkar getu okkar til að brenna fitu eftir máltíð, sem leiðir af sér að meiri fita sest á líkamann og þá gjarnan á kviðinn,“ segir Júlía Magnúsdóttir heilsumarkþjálfi og eigandi Lifðu til fulls í sínum nýjasta pistli: 

Hér eru 5 ástæður sem geta verið að koma í veg fyrir að þú náir að léttast og upplifir líkama fullan af orku. 

1. Þú ert föst í vítahring skammtímalausna 

Að fara í átak í stuttan tíma getur verið freistandi en endar það nokkurn tímann sem langtímalífsstíll?

Vandamálið liggur í hugarfarinu og undirmeðvitund okkar sem stýrir 90-95% af því sem við gerum. Undirmeðvitundin leitast ávallt eftir því að endurtaka gamla farið óháð því hvort við viljum það eða ekki. Þetta þýðir að ef við höfum vanið okkur á að fara í átök eða kúra sem hafa endastöð eftir ákveðinn tíma er ekki óeðlilegt að byrja og gefast svo upp.

Ef þetta ert þú gætir þú upplifað:

Mynstur sem hefur haldið þér í sama farinu síðastliðin ár, þegar árangur næst eða álag kemur, gefstu upp á þínum markmiðum og rútínan fer í rugl.

Mörg okkar halda því fram að með breyttum lífsstíl megum við aldrei aftur borða það sem okkur þykir gott. Það er stór misskilningur en heilbrigður lífsstíll gæti ekki verið ólíkari, enda snýr hann frekar að því að njóta matarins og finna það jafnvægi sem gefur okkur bæði árangur og lífshamingju. Boð eða bönn virka ekki!

2. Óhreinn ristill

Grunnurinn að góðri heilsu er heilbrigð þarmaflóra.

Ristillinn þinn virkar sem fráveitukerfi líkamans og með vanrækslu á honum breytist hann í geymslustað fyrir eiturefni og starfsemi hans skerðist. Þá leysir ristillinn frekar eiturefni út í blóðrásina sem hefur áhrif á heilastarfsemi, taugakerfi, líffæri og skjaldkirtilinn. Þegar þessir hlutir eru undir neikvæðum áhrifum hefur það einnig neikvæð áhrif á orku þína.

Ristillinn tengist því einnig hvort við nýtum þá næringu sem við fáum frá fæðu og bætiefnum eða ekki. Ef ristillinn er uppfullur af eiturefnum þá nýtast næringarefnin verr sem leiðir til næringarskorts þrátt fyrir að verið sé að neyta næringarefnanna!

Ef þetta ert þú gætir þú upplifað:

Færri en 2-3 á klósettferðir á dag, uppþembu, orkuleysi, slappleika, depurð, vanlíðan og fleira. Taktu stutt hreinsunarpróf hér til að sjá hvort þú þurfir á hreinsun að halda eða ekki.

Áhrifaríkasta leiðin til að koma koma þarmaflórunni í eðlilegt ástand er með blíðlegri hreinsun með alvörumat (ekki aðeins með söfum en slíkt getur haft slæm áhrif á nýrnahettur og skjaldkirtil).

3. Skaðleg fæða

Vissir þú að allt að 75% einstaklinga eru með fæðuóþol eða viðkvæmni án þess að vita af því?

Fæðuóþol er gjarnan undirliggjandi og getur með tímanum valdið ójafnvægi í líkamanum eins og þyngdaraukningu, orkuleysi og liðverkjum. Því er mikilvægt að vera vör um þegar líkaminn tekur slíkum breytingum (sem gjarnan gerist hjá konum á fertugsaldri og upp úr) og gera þá breytingar samhliða þeim í mataræði og lífsstíl.

Ef þetta ert þú gætir þú upplifað:

Reglulega uppþembu, vindgang, niðurgang, harðlífi, stöðuga svengd, liðverki, orkuleysi, líkamskvilla, astma, exem, höfuðverk, þyngdaraukningu, þyngdarstöðnun, verki í vöðvum og liðum, þróttleysi og skjaldkirtilsvandamál.

Mikilvægt er að finna þær fæðutegundir sem geta verið skaðlegar þínum líkama og orsaka orkuleysi, þyngdaraukningu, heilsukvilla, verki o.s.frv. og á móti fundið hvaða fæða það er sem gefur þér orku, vellíðan og léttari líkama með lífsstíl sem þú viðheldur. 

4. Streita

Stöðug og lúmsk streita leggur grunn að flestum vandamálum tengdum heilsu í dag.

Stresshormón eins og kortisól orsaka þyngdaraukningu og fitusöfnun, og þá sérstaklega um kviðinn. Streita í lifrinni, hvort sem það sé frá ytri kringumstæðum, fæðutegundum, jó-jó þyngdartaps eða sykri er nátengd hormónaójafnvægi, þyngdaraukningu, svefntruflunum,  orkuleysis og vanupptöku næringarefna.

Ef þetta ert þú gætir þú upplifað:

Kviðfitu, bólgur, sykurlöngun, bauga, erfiðleika með að róa taugakerfið, svefntruflanir, yfirþyrmd við minnsta áreiti, samskiptaerfiðleika, meltingartruflanir o.fl.

Streitulosandi atriði, regluleg hreyfing, minni sykur og koffín og að losa líkamann við fæðutegundir sem eru honum skaðlegar eru nauðsynleg atriði í að viðhalda jafnvægi líkamans sem gerir okkur kleift að takast betur á við streitu í daglegu lífi.

5. Vanvirkur skjaldkirtill

Einn af hverjum fimm einstaklingum eftir fertugt glímir við sjaldkirtilsvandamál. Algengast er þá vanvirkur skjaldkirtill og er það ein ástæða þess að konur eftir fertugt eiga erfitt með þyngdartap og glíma við orkuleysi. Láttu því athuga skjaldkirtilinn hjá lækni og ekki óttast ef upp kemur að þú glímir við vandamál í skjaldkirtlinum. Þrátt fyrir að gen leiki hlutverk í því er margt til ráða með mataræði og lífsstílsbreytingum enda mataræðið talið 50% orsök fyrir lötum eða vanvirkum skjaldkirtli.

Ef þetta ert þú gætir þú upplifað:

Orkuleysi, þróttleysi, þreytu, verki í vöðvum og liðum, sinadrátt, óþol gagnvart kulda, höfuðverk og tíðatruflanir. Þurra og föla húð, þunnar neglur og hár.

Bætiefni, fæðutegundir og rétt hreyfing geta hjálpað til að vinna upp heilsu skjaldkirtils og halda honum í heilbrigðu ástandi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál