Þetta er sjeikinn sem bætir þig andlega og líkamlega

Ertu búin/n að borða allt of mikið sælgæti á meðan á inniverunni hefur staðið? Langar þig að fríska þig við en veist ekki alveg hvernig? Ágætt er að láta jákvæðar breytingar gerast hægt. Eitt sem þú gætir gert er að skipa morgunkorni eða granóla út fyrir sjeik eins og þennan hérna. Hann er einfaldur og aðeins með sex innihaldsefnum. 

1. bolli kókósvatn

2. msk. Feel Iceland kollagen

1. sítróna

handfylli af myntu

1. lítill avókadó

1/2 epli

Allt sett í blandara og þeytt saman. 

mbl.is