Hvaða áhrif hefur 10 daga fasta?

Jonne fyrir og eftir föstuna.
Jonne fyrir og eftir föstuna. skjáskot/Instagram

Finnski youtuberinn Jonne Tiili prófaði að fasta í 10 daga samfleytt í nóvember í fyrra. Tilraunina gerði hann til að skoða hvaða áhrif svo löng fasta hefur á líkamann.

Jonne heldur úti youtuberásinni The UnLazy Way þar sem hann er með alls konar áskoranir. Hann hefur auk 10 daga föstunnar prófað að breyta rútínunni sinni og vaknað klukkan 02:30 heila viku. Hann hefur einnig prófað að ganga í 24 klukkustundir.

Í 10 daga borðaði hann ekki neitt en drakk fjóra lítra af vatni á dag. Fastan reyndist honum erfið en að 10 dögunum liðnum hafði hann losnað við átta kíló. Hann missti niður mikið af vöðvum eða 4,9 kíló. Jonne tók einnig fituprósentuna fyrir og eftir föstuna. Fituprósenta hans hækkaði um 1,3 prósent.

Svona litu tölurnar út hjá Jonne.
Svona litu tölurnar út hjá Jonne. skjáskot/Youtube
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál