Gosdrykkur úr íslenskum fiski slær í gegn

Collab er afrakstur tveggja ára þróunarstarfs frumkvöðlafyrirtækisins Feel Iceland og Ölgerðarinnar en drykkurinn inniheldur Feel Iceland kollagen unnið úr íslensku fiskroði sem nýlega vann til alþjóðlegra verðlauna, ásamt koffíni og vítamínum. Ný bragðtegund kom í verslanir í lok síðustu viku.

„Við hófum sölu á nýrri bragðtegund, ástaraldin- og límónubragði, fyrir helgi og fyrstu viðtökur lofa mjög góðu. Það er ár síðan að Collab kom fyrst á markað og þá í tveimur bragðtegundum en vöxturinn hefur verið hraður og nú erum við komin með fjórar bragðtegundir á markað.“ segir Hrönn Margrét Magnúsdóttir framkvæmdastjóri og annar stofnenda Feel Iceland.

„Feel Iceland kollagenið var að vinna til alþjóðlegra verðlauna í síðasta mánuði þar sem Amino Marine Collagen duftið var valið sigurvegari sem besta kollagen fæðubótaefnið hjá The Beauty Shortlist. Við erum mjög stolt af þessum verðlaunum en það eru fengnir sérhæfðir dómarar frá London, New York og Sidney sem nota vörurnar í 5 mánuði og velja síðan vinningshafa út frá þeirra reynslu. Við finnum fyrir miklum áhuga bæði á Collab drykknum og Feel Iceland fæðubótavörunum erlendis og erum nú að skoða frekari vöxt,“ segir Hrönn Margrét.

„Viðtökur á Collab hafa farið fram úr okkar björtustu vonum og mér finnst drykkurinn vera gott dæmi um það hvað samstarf frumkvöðla við stærri fyrirtæki geti verið árangursríkt. Það var mikil framsýni hjá Ölgerðinni að veðja á Feel Iceland og að nota afurðir úr íslenskum fisk í drykk en þegar við kynntum þessa hugmynd fyrir þeim þá virkaði hún frekar langsótt en við erum mjög þakklátar að þau slógu til. Nú erum við með í höndunum einstakan íslenskan drykk sem inniheldur kollagen úr íslenskum fisk, íslenskt vatn og að sjálfsögðu framleiddur á Íslandi og erum mjög stolt af því,“ segir Hrönn Margrét.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál