Dorrit var með kórónuveiruna

Dorrit Moussaieff fyrrverandi forsetafrú smitaði ekki eiginmann sinn Ólaf Ragnar …
Dorrit Moussaieff fyrrverandi forsetafrú smitaði ekki eiginmann sinn Ólaf Ragnar Grímsson. Ómar Óskarsson

Dorrit Moussaief, fyrrverandi forsetafrú, segist vera þakklát fyrir að hafa verið á Íslandi þegar hún greindist með kórónuveiruna. Hún tekur fram að hún hafi ekki smitað eiginmann sinn, Ólaf Ragnar Grímsson. Dorrit sagði fyrst frá veikindunum í viðtali við Síðdegisútvarpið á Rás 2 í dag. 

„Ég veit að þetta hefur mjög slæm áhrif á marga. Ég svaf í fimm daga og man lítið eftir þeim, ég var með nokkuð háan hita og vöðvaverki. Ég var í algjörri einangrun. En sökum frábærrar umönnunar sem ég fékk frá læknunum á Íslandi, jafnvel þó ég hafi ekki þurft að hitta þá töluðu þeir við mig í gegnum síma, gleður mig að segja að ég hef náð fullri heilsu. Prófin frá Íslenskri erfðagreiningu eru núna neikvæð,“ sagði Dorrit um veikindin. 

Dorrit varð 70 ára á síðasta ári og glímir við sjálfsofnæmissjúkdóm.

Hún hefur verið virk á samfélagsmiðlum síðustu vikurnar en ekki greint þar frá því að hún hafi smitast. Hún sagðist ekki hafa séð ástæðu til þess að segja frá því á samfélagsmiðlum að hún hafi veikst en sagði auðvitað fjölskyldu og vinum frá því. 

„Nei, ég lét ekki fjölmiðla vita. En af hverju ætti þetta að vera leyndarmál? Ég var auðvitað ekki að tala við neinn en ég lét vini mína vita. Þetta er ekkert til að skammast sín yfir,“ sagði Dorrit. Síðustu vikur hefur hún verið dugleg að birta myndir og myndbönd úr hverskonar útivist á Instagram. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál