Missti 50 kíló á vegan-mataræði

Shannon Clay ákvað að skipta yfir í vegan-mataræði.
Shannon Clay ákvað að skipta yfir í vegan-mataræði. Skjáskot/Instagram

Hin 35 ára gamla Shannon Clay missti 50 kíló með því að taka upp vegan-mataraæði og hætta að borða mikið unna matvöru. Clay notaði mat sér til huggunar og átti í óheilbrigðu sambandi við mat. Árið 2015, þegar hún var 30 ára, lenti hún á botninum og ákvað að breyta um lífsstíl. 

Clay á tvíbura sem voru ársgamlir þegar hún ákvað að taka líf sitt í gegn. „Ég gat ekki gengið upp stiga án þess að vera búin á því og kófsveitt. Ég var ekki móðirin sem mig langaði til að vera,“ segir Clay í pistli á Women's Health.

Clay var 112 kíló árið 2015 en það sama ár fengu tveir nákomnir ættingjar hennar heilablóðfall. Í kjölfarið hugsaði Clay sinn gang. „Ég áttaði mig á því að jafnvel þótt ég væri í góðu formi (sem ég var ekki), var ég samt í áhættuhópi að fá heilablóðfall seinna á lífsleiðinni. Ég gerði það að markmiði mínu að þurfa ekki að takast á við slík heilsufarsvandamál,“ segir Clay. 

Clay hefur náð góðum árangri á síðustu 5 árum.
Clay hefur náð góðum árangri á síðustu 5 árum. Skjáskot/Instagram

Hún ákvað að skipta yfir í plöntumataræði, eða vegan-mataræði og hefur nú verið á því í rúmlega 5 ár. Árangurinn lét hins vegar á sér standa en Clay borðaði að stórum hluta mikið unnin matvæli. Þegar hún tók þau út úr mataræðinu fór hún að léttast. 

Clay byrjaði að æfa samfara breyttu mataræði og keypti heimaprógram. Það virkaði vel fyrir hana og í dag æfir hún um fimm sinnum í viku bæði heima hjá sér og í ræktinni. 

Á um tveimur og hálfu ári missti hún tæp 50 kíló og finnur miklar breytingar á sjálfri sér. 

Clay missti 50 kíló á tveimur og hálfu ári.
Clay missti 50 kíló á tveimur og hálfu ári. Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál