Svona missti Khloé 27 kíló eftir fæðingu

Khloé Kardashian er búin að léttast um 27 kíló síðan …
Khloé Kardashian er búin að léttast um 27 kíló síðan hún átti dóttur sína. AFP

Raunveruleikastjarnan Khloé Kardashian hefur misst 27 kíló frá því hún átti dóttur sína True í apríl fyrir tveimur árum. Í dag er hún um 68 kíló og reynir að halda sér í kringum þá tölu. 

Hún segir að mataræði og hreyfing haldist í hendur þegar fólk vill ná að létta sig. Í beinu streymi með systur sinni, Kourtney Kardashian, ræddu þær systur um hvernig hún nær markmiðum sínum. 

Khloé fór rólega af stað eftir fæðinguna.
Khloé fór rólega af stað eftir fæðinguna. AFP

Khloé fór rólega af stað fyrst eftir fæðinguna en hún vó um 92 kíló þá. Hún prófaði sig áfram með æfingar og mataræðið og segir að allir þurfi að finna jafnvægið sem henti þeim best. 

Hún segir að fyrir henni sé matur lífsstíll og ketó-mataræðið og styttri föstur henta henni einstaklega vel. „Ég elska hollan mat líka. Ég elska gott salat. Ég elska góða ávexti. Ég reyni að halda jafnvægi.“

Khloé segist ekki fylgjast nákvæmlega með því hvað hún borðar þessa dagana. „Það þýðir samt ekki að ég sé að háma í mig heilu snakkpokana alla daga. Við erum með nokkuð ágætt mataræði, en ég elska quesadillas. Ég elska allt sem True borðar,“ sagði Khloé. 

Kourtney Kardashian passar að drekka ekki sykraða drykki og borða …
Kourtney Kardashian passar að drekka ekki sykraða drykki og borða lítið af sælgæti. Skjáskot/Instagram

Hún segist ekki vilja lifa ömurlegu lífi þar sem hún þarf að neita sér um uppáhaldsmatinn sinn og þar af leiðandi leggur hún meiri áherslu á að hreyfa sig. 

„Maður veit aldrei hvort það komi morgundagur. Ég vil frekar leggja meira á mig í ræktinni en í eldhúsinu. Ég veit hvað ég þarf að gera ef ég þarf að skera niður,“ sagði Khloé. 

Kourtney aftur á móti fylgist vel með því hvað hún borðar og hvernig hún getur sleppt hitaeiningaríkum mat. Til dæmis sleppir hún sykruðum drykkjum og sælgæti.

mbl.is