Brennir 250 hitaeiningum á 15 mínútum

Halle Berry sippar og sippar.
Halle Berry sippar og sippar. AFP

Leikkonan Halle Berry er í fanta formi eins og sést vel í hverri kvikmynd sem hún leikur í. Berry notar sippubandið til að halda sér í formi og brenna hitaeiningum. 

Í pistli á Women's Health segir Berry að hún geti brent 250 hitaeiningum á einungist 15 mínútum með því að sippa. Hún byrjaði að sippa á æfingum fyrir um fimm árum síðan þegar hún byrjaði að vinna með núverandi einkaþjálfaranum sínum. 

Hann kynnti hana fyrir sippinu en áður hafði Berry lítið sippað á æfingu. Nú sippar hún á hverri æfingu og er sippið í forgrunni í öllum þrekæfingum. Í upphitun fyrir æfingu tekur hún 500 sipp. 

Smátt og smátt hefur hún aukið við endurtekningarnar og var stóra markmiðið hennar að sippa 1500 sipp á einni æfingu. Hún braut upp æfinguna í þrjá hluta og sippaði 500 sipp í einu. Það tók hana 15 mínútur að klára. 

Berry segist hafa fundið fyrir miklum harðsperrum í tvo til þrjá daga eftir á en það hafi verið þess virði.

Berry er í fanta formi.
Berry er í fanta formi. AFP
mbl.is