Elskar „kórónukílóin“ sín

Kourtney Kardashian elskar kílóin sem hún hefur bætt á sig …
Kourtney Kardashian elskar kílóin sem hún hefur bætt á sig í heimsfaraldrinum. JEAN-BAPTISTE LACROIX

Raunveruleikastjarnan Kourtney Kardashian segir að hún hafi bætt nokkrum kílóum á sig á síðustu mánuðum. Hún segir hins vegar að sér líði ekki illa yfir að hún hafi fitnað smá á síðustu mánuðum og elskar „kórónukílóin“.

Kardashian birti nokkrar myndir af sér nýlega og fékk í kjölfarið spurningar um hvort hún væri ólétt. Hún svaraði athugasemdunum neitandi, að hún væri ekki ólétt og bætti við að hún hefði hins vegar bætt aðeins á sig.

Ein af myndunum sem Kourtney birti af sér.
Ein af myndunum sem Kourtney birti af sér. Skjáskot/Instagram

Í umræðu á YouTube-rás lífsstílsvefjarins Poosh fékk Kardashian spurningu um hvernig hún tækist á við neikvæð ummæli á netinu. „Ég tók eftir því um daginn að einhver var alltaf að gera athugasemd um að ég væri ólétt á nýju myndunum af mér á Instagram. Ég svaraði því og sagði „Svona er líkaminn minn vaxinn. Ég er klárlega búin að bæta aðeins á mig í sóttkví. Ég elska líkamann minn og ég er stolt af því hvernig ég er vaxin, og ég er augljóslega að birta myndir af honum og svona er líkaminn minn vaxinn,“ sagði Kardashian. 

Mörgum þótti Kardashian líta út fyrir að vera ólétt.
Mörgum þótti Kardashian líta út fyrir að vera ólétt. Skjáskot/Instagram

Hún sagði að sér fyndist hún alls ekki líta út fyrir að vera ólétt á þessum myndum. Hún bætti við að það væri ekki alltaf auðvelt að svara svona athugasemdum en besta leiðin væri að vera jákvæð og ekki leyfa þeim að hafa neikvæð áhrif á sig. 

mbl.is