Þjálfari Barrymore leysir frá skjóðunni

Drew Barrymore hefur náð góðum árangri með þjálfara sínum, Marnie …
Drew Barrymore hefur náð góðum árangri með þjálfara sínum, Marnie Alton. skjáskot/Instagram

Drew Barrymore hefur náð góðum árangri í ræktinni að undanförnu en hún léttist meðal annars um níu kíló á nokkrum vikum undir harðri stjórn einkaþjálfarans Marnie Alton. Í viðtali við Women's Health fór Alton yfir lykilinn að árangri Barrymore. 

Alton og Barrymore hafa þekkst lengi og segir Alton að kraftur leikkonunnar komi sér sífellt á óvart. Alton greindi frá dæmigerðri æfingu Barrymore en það er ekki síst hugarfarið sem hefur komið Barrymore langt upp á síðkastið. 

Dans

Æfingar Alton eru klukkutímalangar og er grunnurinn dansæfingar. Á æfingunum eru líka jógaæfingar, lögð er áhersla á plié eða hnébeygjur og þolið er æft. Ekki þarf að eiga íþróttaskó til að taka þátt í tímum Alton en Barrymore og þjálfarinn eru berfættar á æfingum. 

Notar eigin líkamsþyngd

Lítið er um aukahluti eins og lóð á æfingum Alton. Hollywoodstjarnan leggur því áherslu á eigin líkamsþyngd á æfingum. Að mati Alton hefur fólk allt sem það þarf til að æfa. „Þú þarft ekki einu sinni lóð, þú þarft ekki skó, þú þarft ekki tæki. Þú þarft vel samsettar æfingar fyrir eigin líkamsþyngd og þú þarft að tengja við þær andlega.“

Barrymore birti þessa samsettu mynd af sér á Instagram í …
Barrymore birti þessa samsettu mynd af sér á Instagram í vetur. Skjáskot/Instagram

Æfir miðjuna vel

Einkaþjálfarinn Alton segir að Barrymore elski að æfa miðjuna og geri gjarnan uppsetur. Hún gerir mismunandi uppsetur til að fá fjölbreytta hreyfingu. Þær gera magaæfingar í lokin þegar búið er að hita hryggjarsúluna vel upp. Þá er hægt að þjálfa magavövana vel án þess að skaða bakið. 

Tónlistin skiptir máli

Alton setur æfingarnar saman við tónlist þannig að Barrymore fylgir taktinum í tónlistinni við framkvæmd æfinga. Tónlistin gefur fólki á æfingunum meiri kraft í stað þess að vera í bakgrunninum. 

Sleppir ekki æfingum

Stöðugleiki skiptir öllu máli og Barrymore mætir alltaf á æfingu og leggur sig alltaf alla fram. Alton segir Barrymore alltaf vilja gera betur og hún tekur því vel leiðsögn vel og er óhrædd við að taka áhættu á æfingum.

mbl.is