Wilson ætlar að verða 75 kíló

Rebel Wilson ætlar að verða 75 kíló á þessu ári.
Rebel Wilson ætlar að verða 75 kíló á þessu ári. AFP

Leikkonan Rebel Wilson er í miklu heilsuátaki um þessar mundir. Hún deildi markmiðum sínum með fylgjendum sínum þar sem hún sagðist ætla að komast niður í 75 kíló. 

Wilson gaf ekki upp hversu mörg kíló hún þarf að létta sig um til að ná þessu markmiði en hún hefur náð góðum árangri á síðustu mánuðum. Wilson gaf það út í byrjun árs að árið 2020 ætlaði hún að setja heilsuna í forgrunn. 

„Ég veit að sumir dagar geta verið helvíti erfiðir, mann langar til að gefast upp og maður verður pirraður á að sjá engan árangur... en það eru góðir hlutir á leiðinni. Hver eru markmiðin ykkar? Til að vera alveg hreinskilin þá er markmiðið mitt á þessu heilsu ári mínu að komast niður í 75 kíló og þegar kemur að vinnunni minni er ég að reyna að komast inn í framleiðslu á kvikmynd fyrir lok árs,“ skrifaði Wilson. 

Rebel Wilson hefur lagt hart að sér.
Rebel Wilson hefur lagt hart að sér. Samsett mynd

Hún sagðist þurfa að vinna að báðum markmiðunum sínum á hverjum einasta degi og að alltaf kæmi eitthvað upp sem héldi henni frá þeim. Hún gæfist þó ekki upp og vinnur að því að ná þeim samt sem áður. 

mbl.is