Svona heldur Þóra Hallgríms sér í formi

Þóra Hallgrímsson og tengdadóttir hennar Kristín Ólafsdóttir, eiginkona Björgólfs Thors, …
Þóra Hallgrímsson og tengdadóttir hennar Kristín Ólafsdóttir, eiginkona Björgólfs Thors, á góðri stundu. mbl.is/Stella Andrea

Á vefmiðlinum Lifðu Núna er áhugavert viðtal við Þóru Hallgrímsson, eiginkonu athafnamannsins Björgólfs Guðmundssonar. Í viðtalinu ræðir Þóra, sem fagnaði níutíu ára afmæli sínu nýverið, um mikilvægi þess að takast á við lífið af æðruleysi og að við reynum að vera til staðar fyrir þá sem þurfa á því að halda. 

Þóra segir að bestu ráðin sem hún geti gefið öðrum sé að njóta lífsins og að setja athyglina á björtu hliðarnar í lífinu. 

„Lífið býður okkur upp á svo mismunandi aðstæður á mismunandi tímum. Stundum hef ég hikað og hugsað með mér: Ah, þetta er nú aðeins of mikið og hvað er nú ætlast til að ég læri af þessu? En þegar frá líður hefur yfirleitt komið í ljós að ég hef getað sagt við sjálfa mig: Já, það var sannarlega gott að ég upplifði þetta þótt það hafi verið erfitt meðan á því stóð.

Maður sér það bara ekki á meðan hlutirnir eru að gerast en öll él birtir upp um síðir. En um leið og ég segi það veit ég að auðvitað komast ekki allir farsællega út úr lífinu. Það eru til aðstæður sem við ráðum ekki við. En vonandi erum við svo lánsöm hér á Íslandi að geta hjálpað þeim sem þurfa á því að halda. Ég hef sjálf verið heppin.“

Þóra segir að í gamla daga hafi hún verið uppteknari af því að halda líkamanum sterkum og liðugum í leikfimi en nú hugsi hún meira um að halda höfðinu í góðu lagi. 

„Ég passa samt vel að hreyfa mig daglega, fer gjarnan í göngutúra í nágrenninu því þá líður mér miklu betur í líkamanum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál