„Vilja op­in­skárri umræðu um kyn­líf“

Sólborg Guðbrandsdóttir stefnir á að gefa út bókina Fávitar fyrir …
Sólborg Guðbrandsdóttir stefnir á að gefa út bókina Fávitar fyrir jól. Ljósmynd/Aðsend

Sólborg Guðbrandsdóttir, tónlistarkona og lögfræðinemi, hefur starfað sem fyrirlesari um hríð en samhliða því heldur hún úti Instagram-síðunni Fávitar. Fávitar er átak gegn stafrænu og annars konar kynferðisofbeldi. Nú safnar Sólborg fyrir útgáfu fræðslubókar á Karolina Fund undir sömu yfirskrift sem hún stefnir á að gefa út fyrir næstu jól.

Sólborg segir mikla þörf á því að auka kynfræðslu og hafa íslenskir unglingar óskað eftir breytingum í skólakerfinu í áratug.

„Kerfið virðist breytast ansi hægt og við nennum hreinlega ekki að bíða eftir því. Fræðsla getur komið í veg fyrir ofbeldi og það er það sem við þurfum að stefna að. Þessi bók hefði sparað mér sjálfri ansi margar erfiðar tilfinningar og upplifanir ef ég hefði haft hana til hliðsjónar á mínum unglingsárum. Þegar ég hafði ýmsar vangaveltur um lífið og tilveruna, líkamann minn og samskipti kynjanna.“

Í bókinni er hundruðum spurningum svarað sem snúast um kynlíf, ofbeldi, samskipti, mörk og fjölbreytileika. Allt eru þetta spurningar sem Sólborg hefur fengið sendar til sín og segir að í rauninni séu spurningarnar sem berast henni í þúsundatali.

„Ég var búin að vera með þessa hugmynd í kollinum, að gefa þessa bók út, í smá tíma og ákvað að láta verða af þessu þar sem eftirspurnin eftir aukinni kynfræðslu meðal unglinga er gríðarleg og hefur verið í allt of langan tíma. Viðtökurnar við verkefninu hafa verið framar vonum. Söfnunin á Karolina Fund er „all or nothing“-fjármögnunarverkefni sem hefur ákveðinn tímaramma, svo annaðhvort tekst mér að safna fyrir útgáfu bókarinnar þar inni á eða ekki. Söfnunin er komin upp í 30% á nokkrum dögum og ég er gríðarlega þakklát fyrir það. Inni á Karolina Fund er hægt að styrkja útgáfu bókarinnar með því að forpanta bók eða bækur, panta fyrirlestur hjá mér eða styrkja með frjálsum framlögum. Allt saman er vel þegið.“

Sólborg heldur fyrirlestra fyrir ungt fólk.
Sólborg heldur fyrirlestra fyrir ungt fólk. Ljósmynd/Aðsend

Hvað finnst þér brenna mest á ungmennum?

„Mín upplifun er sú að þau vilja opinskárri umræðu um kynlíf, greiðari aðgang að getnaðarvörnum og tíðavörum, meira frelsi til að prófa sig áfram og minni skömm í kringum þetta allt saman. Svo vilja þau að fullorðið fólk fari að taka mark á þeim og hlusta.“

Er ungt fólk ekkert feimið þegar þú kemur inn og heldur fyrirlestra?

„Nei, það finnst mér ekki. Mér finnst fullorðna fólkið mun feimnara að ræða þessa hluti við mig beint út þegar ég flyt fyrirlestra fyrir það, heldur en nokkurn tímann unglingarnir. Unglingarnir eru ákveðnir, opinskáir og hugrakkir og ég lít upp til þeirra fyrir að þora, mun meiru en ég sjálf þorði á þeirra aldri. Heimurinn væri mun betri staður ef við hlustuðum meira á unga fólkið okkar og fylgdum þeirra kröfum.“

Það eru ekki mörg ár síðan þú varst unglingur sjálf. Finnst þér margt hafa breyst síðan þá?

„Já, það finnst mér. Sem betur fer hefur margt breyst síðastliðinn áratug. Umræðan um kynlíf og fjölbreytileika er opnari en áður. Samfélagsmiðlabyltingar eins og #MeToo og #FreeTheNipple hafa hrist upp í samfélaginu og fengið fólk til að átta sig á ofbeldinu og ójöfnuðinum sem virðist ríkja á flestum stöðum samfélagsins. Svo er ég þakklát fyrir framtak eins og Druslugönguna sem hefur í mörg ár barist gegn normalíseringunni á kynferðisofbeldi og sýnt brotaþolum þess samstöðu. Það er dýrmætt fyrir brotaþola ofbeldis að finna að þau séu ekki ein. Ofbeldi þrífst best í þögninni, þess vegna munum við ekki þegja.“

View this post on Instagram

Nú get ég loksins sagt ykkur almennilega frá þessu. Fræðslubókin „Fávitar” kemur út fyrir jól. Ég hef verið með þetta í kollinum í frekar langan tíma og er glöð að þetta sé að verða að veruleika.❤️ Fávitar mun m.a. innihalda þær mörg hundruð spurningar (og svör) sem ég hef fengið bæði á fyrirlestrunum mínum og hér á síðunni. Ég er viss um að svona bók hefði sparað mér sjálfri ansi margar erfiðar upplifanir og tilfinningar þegar ég var unglingur. Ég er hins vegar að gefa þessa bók út á eigin vegum og til að fjármagna kostnaðinn við hana hef ég sett af stað söfnun á Karolina Fund. Hún stendur yfir næstu 40 dagana og ég væri þakklát fyrir hverja krónu. Peningurinn fer í að fjármagna bókaskrif, teikningar, prófarkalestur, umbrot, prentun, útgáfu og dreifingu. Inn á Karolina Fund getið þið til dæmis tryggt ykkur eintak af bókinni þegar hún kemur út, bókað fyrirlestur hjá mér ásamt bók eða jafnvel keypt margar bækur og nýtt þær til kennslu í skólum. Það er svo að sjálfsögðu líka í boði að styrkja með frjálsum framlögum. Það er mér hjartans mál að þessi bók verði gefin út. Hún er byggð á nákvæmlega þeim spurningum sem ungmenni á Íslandi vilja svör við. Skrifin eru komin langt á leið og ég hlakka til að gera þetta að veruleika með ykkur öllum. Fyrirfram þakkir!🌟🌟🌟 ( Linkur að söfnuninni er í bio á síðunni minni - https://www.karolinafund.com/project/view/2920 )

A post shared by Fávitar (@favitar) on May 27, 2020 at 9:49am PDT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál