„Ég var vön því að vera alltaf verkjuð“

Kristjana Vig­dís Ingva­dótt­ir.
Kristjana Vig­dís Ingva­dótt­ir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kristjana Vig­dís Ingva­dótt­ir er 27 ára sagn­fræðing­ur og starfar sem skjala­vörður á Þjóðskjala­safni Íslands. Ólíkt mörgu ungu fólki í blóma lífs­ins þarf Kristjana að tak­ast á við mikla verki og er ekki alltaf með orku á við jafn­aldra sína. Árið 2015 greind­ist hún með vefjagigt og lup­us eða rauða úlfa eft­ir að hún fékk stór­an blóðtappa í hægri fót­legg en sjúk­dóm­ur­inn lup­us er tal­inn hafa valdið blóðtapp­an­um.  

Þegar Kristjana greind­ist var hún að vinna lang­ar vakt­ir í Bláa lón­inu. Hún hafði verið að vinna þar í nokk­ur sum­ur með skóla og reyndu vakt­irn­ar alltaf á lík­am­lega. Hún var alltaf búin á því í fót­un­um eft­ir hverja vakt en sum­arið 2015 leið henni orðið hræðilega í lík­am­an­um. 

Viss létt­ir að fá grein­ingu

„Ég var vön því að vera alltaf verkjuð og al­mennt man ég eft­ir því frá barnsaldri að vera með verki hér og þar um lík­amann sem voru alltaf óút­skýrðir,“ seg­ir Kristjana sem hélt að hún væri með verki eft­ir göm­ul íþrótta­meiðsl. Sum­arið árið en hún greind­ist var hún tvisvar frá vinnu vegna þess að hún gat varla gengið. Eng­in út­skýr­ing fannst og hún átti bara að hvíla sig vegna álags. Verk­irnir ágerðust þegar Kristjana fór í heim­sókn til afa síns í Svíþjóð. Á ein­hvern hátt komst hún á leiðar­enda en úti kom í ljós að hún var með blóðtappa frá mjöðm og niður all­an fót­legg­inn. Þegar heim til Íslands var komið fór hún í fleiri rann­sókn­ir enda þótti blóðtapp­inn og verk­irn­ir und­ar­leg­ir í ljósi þess að hún var „ung og hraust“. 

Kristjana fann fyr­ir ákveðnum létti þegar hún fékk loks­ins grein­ingu frá gigt­ar­lækni og blóðmeina­sér­fræðingi. 

„Ég var kom­in með grein­ingu og út­skýr­ingu á öll­um verkj­un­um og í raun staðfest­ingu á því að þetta væru ekk­ert endi­lega eðli­leg­ir verk­ir eða bara álag sem ég var ekki að höndla. Síðan þá hef ég verið á lyfj­um sem vinna meðal ann­ars á verkj­un­um en þeir fara samt aldrei al­veg svo ég er í raun alltaf verkjuð. Suma daga er ég grátandi því mér er svo illt en svo á ég líka góða daga,“ seg­ir Kristjana sem seg­ir lup­us­inn meðal ann­ars leggj­ast á vöðvafest­ing­ar auk þess sem hann get­ur haft áhrif á meðgöngu. 

Kristjönu fannst gott að fá greiningu.
Kristjönu fannst gott að fá greiningu. mbl.is/Kristinn Magnússon

And­lega hliðin fylg­ir lík­am­legu

Kristjana glím­ir við kvíða og líður til dæm­is verr and­lega þegar hún er með mikla verki í lík­am­an­um, andleg og líkamleg heilsa haldist þannig í hendur.

„Kvíðinn er eitt­hvað sem ég held að hafi fylgt mér frá því ég var í grunn­skóla en ég var aldrei greind fyrr en ég fór að fara til sál­fræðings þarna eft­ir að hafa greinst með lup­us og vefjagigt. Það tók mig smá tíma að viður­kenna og samþykkja það að ég þyrfti að leita mér hjálp­ar vegna andlegrar vanlíðanar en vá hvað ég er feg­in að ég gerði það loks­ins. Ég veit ekki hvar ég væri í dag ef ekki væri fyr­ir það. Ég var líka greind þung­lynd á þeim tíma eða um 2015/​2016, en þá var ég bara á öm­ur­leg­um stað í líf­inu. Þegar ég horfi og hugsa til baka sé ég ein­hvern veg­inn bara svart í hausn­um á mér,“ seg­ir Kristjana sem var að byrja í há­skóla á sama tíma og hún fékk grein­ingu. 

„Kvíðinn varð mjög slæm­ur og ég höndlaði voða illa álag. Ég hef þó lært að lifa með kvíðanum og unnið á þung­lynd­inu með sál­fræðingn­um þó ég fari samt mikið upp og niður. Það er eiginlega eins með andlegu hliðina og þá líkamlegu að ég á góða daga og slæma. Ég er til dæm­is extra slæm und­ir miklu álagi en þá þarf ég að muna að draga and­ann djúpt og slaka aðeins og hægja á mér,“ seg­ir Kristjana og bæt­ir því við að hún sé nú á mun betri stað en fyr­ir fimm árum.

Hún seg­ir það ekki hjálpa sér að vera sítengd tölvu og síma og vera búin að skipu­leggja alla daga of mikið. 

„Ég höndla það orðið ekk­ert rosa­lega vel að vera meira verkjuð en ég er yf­ir­leitt en það líður hjá og ég á betri daga líka. Stundum er ég al­veg á bleiku skýi og allt er æðis­legt en fljótt skip­ast veður í lofti þegar kem­ur að þessu og ég er stund­um ekk­ert í standi til þess að díla við hluti en það sem hjálp­ar helst and­legu heils­unni er að taka mér pásu og taka tíma fyr­ir mig sjálfa. Þá reyni ég að slaka á með kær­ast­an­um mín­um eða vin­um og fjöl­skyldu. Mér finnst æðis­legt að getað farið í sund eða farið í göng­ur eða bara keyra eitt­hvað út fyr­ir borg­ina og skoða mig um. Ég elska að vera í nátt­úr­unni þar sem ég kemst frá öllu amstr­inu í borg­inni,“ seg­ir Kristjana. 

Hvernig er að vera ung kona og finna að lík­am­inn leyf­ir kannski ekki allt sem jafn­aldr­ar gera? 

„Ef ég á að vera hrein­skil­in að þá get­ur það bara verið ótrú­lega erfitt að geta ekki gert allt eins og fólkið í kring­um mig eða eins og fólk á sam­fé­lags­miðlum. Mig dauðlang­ar til dæm­is til þess að vera hopp­andi um öll fjöll eins og svo marg­ir núna en ég bara get ekki gert allt í einu. Ég hafði alltaf verið í góðu formi en ég æfði körfu­bolta þar til ég var 17 ára og var bara al­mennt hraust þannig lagað,“ seg­ir Kristjana semhef­ur þurft að finna sér nýja hreyf­ingu með til­liti til verkj­anna. 

Gefst ekki upp

Kristjana er ótrú­lega þrjósk og ein­hvern veg­inn hef­ur hún alltaf haldið áfram með lífið sama hvað bját­ar á. Hún sinnti til að mynda alltaf námi og var öfl­ug í fé­lags­störf­um þrátt fyr­ir að vera að ganga í gegn­um erfiðasta tíma­bil lífs síns á sama tíma. 

„Ég veit ekki al­veg hvernig ég gerði það stund­um en ég var bara alin upp þannig að ég gefst ekk­ert upp. Ég hef verið að nýta þau tæki­færi sem mér bjóðast og ég hef unnið fyr­ir svo það er ein­hvern veg­inn alltaf nóg að gera hjá mér sem ég er ótrú­lega þakk­lát fyr­ir.

Ég á mjög erfitt með að segja nei og lang­ar auðvitað alltaf að gera allt bara en ætti kannski stund­um að hægja aðeins meira á mér. Núna er ég til dæm­is í vinnu og að skrifa bók á sama tíma; hlut­ir sem ég al­veg elska að gera. Ég elska vinn­una mína og ég elska að fá að gefa út bók hjá Sögu­fé­lagi en stund­um er það bara ótrú­lega erfitt að ná að njóta þessa. Kvíðinn hef­ur til dæm­is verið ótrú­lega mik­ill síðustu mánuði og mér hef­ur fund­ist ég vera að missa tök­in á hon­um en það er líka bara svo­lítið mikið álag á mér sem ég kannski er ekki að ná að tak­ast á við sjálf. Ég set oftast bilaða pressu á sjálfa mig en þá er kærast­inn minn reynd­ar mjög dug­leg­ur að minna mig á að slaka á og taka því ró­lega.“

Kristjana er að skrifa bók.
Kristjana er að skrifa bók. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kristjana á það til að vera sinn versti óvin­ur og setja of mikl­ar kröf­ur á sjálfa sig. Hún á þó góða að sem minna hana á að anda aðeins. 

„Ég þarf líka að reyna að muna að ég get ekki gert allt eins og ég vil. Ég hef eig­in­lega ekki 100% vinnu­getu en auðvitað lang­ar mig að vera bara á fullu og gera allt og gera það 100%. Þar kem­ur kannski inn í haus­inn á mér líka að mér finnst all­ir aðrir vera svo ótrú­lega dug­leg­ir, eins og maður sér á In­sta­gram og öðrum sam­fé­lags­miðlum. Mér finnst ég aldrei vera að gera nóg þó ég sé al­veg að gera meira en nóg.

Maður þarf samt líka bara að minna sig á að það er ekk­ert allt full­komið þó svo maður sjái enda­laust af já­kvæðum og frá­bær­um hlut­um á sam­fé­lags­miðlum að þá er það ekk­ert svo. Sjálf geri ég þetta líka; ég set rosa mikið bara af bros­andi mynd­um af ynd­is­leg­um tím­um en set svo ekki inn þegar mér líður öm­ur­lega. Mér fannst þetta svo­lítið heft­andi, eins og ég mætti ekki sýna það ef mér leið illa því ég hef svo ótrú­lega margt til að vera þakk­lát fyr­ir. En raun­veru­leik­inn er bara þannig að þrátt fyr­ir að hafa það mjög gott, vera í góðri vinnu, fá ótrú­leg tæki­færi, eiga frá­bæra vini, fjöl­skyldu og ynd­is­leg­asta kær­asta í heimi að þá má mér al­veg líða illa líka og vera ekki alltaf bros­andi. Ég hef áorkað mörgu á síðustu árum og ég er ótrú­lega stolt af mér fyr­ir að hafa alltaf haldið áfram þrátt fyr­ir mót­lætið en ég þarf samt að muna að njóta lífs­ins líka.“

Margt sem stuðlar að betri líðan

„Það hef­ur tekið mig mjög lang­an tíma að viður­kenna fyr­ir sjálfri mér að líkamlega sé ég ekki með 100% getu eins aðrir. Þegar ég loks­ins gerði það gat ég svo farið að finna kjarkinn til þess að byrja aft­ur, hægt og rólega. Lengi þorði ég ekki að fara af stað því ég var svo hrædd við að „fá að kenna á því“ verkjalega séð.

Það kom samt ákveðinn tíma­punkt­ur þar sem ég bara gat ekki meir, bók­staf­lega. Þá reyndi ég að finna hvað ég gæti gert, annað en að taka bara lyf­in. Ég fór að fara til kírópraktors og er einnig hjá æðis­leg­um sjúkraþjálf­ara sem hef­ur hjálpað mér gríðarlega mikið. Ég byrjaði svo á nám­skeiði í Granda núna í janú­ar sem heit­ir Li­f­eF­it en það er sér­sniðið að þeim sem eru að byrja aft­ur eft­ir meiðsli eða veik­indi eða annað. Ég er því loks­ins kom­in af stað aft­ur í hreyf­ingu þó ég fari samt bara hægt um,“ seg­ir Kristjana sem sér mik­inn mun á sér frá því í janú­ar. Hún reyn­ir að flýta sér hægt en finn­ur um leið hvað hreyf­ing hef­ur góð áhrif á hana. 

Kristjana hef­ur einnig minnkað glút­enn­eyslu mikið en hún seg­ist hafa fundið mik­inn mun þegar hún prófaði að taka glút­en út úr fæðu sinni fyr­ir tveim­ur til þrem­ur árum. Hún finn­ur meira fyr­ir verkj­um ef hún borðar glút­en. Hún reyn­ir einnig að passa að borða ekki mik­inn syk­ur. 

Kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn reynd­ist Kristjönu erfiður lík­am­lega og and­lega. Eins og marg­ir aðrir horf­ir hún með bjart­ari aug­um fram á sum­arið. Síðustu dag­ar hafa verið góðir. „Ég veit að ég kemst í gegn­um þetta eins og annað,“ seg­ir Kristjana að lok­um. 

mbl.is