Missti 88 kíló á 20 mánuðum

Amanda Piotroski léttist um 88 kíló á 20 mánuðum.
Amanda Piotroski léttist um 88 kíló á 20 mánuðum. Skjáskot/Instagram

Hin þrítuga Amanda Piotroski strengdi nýársheit áramótin 2017 að nú skildi hún ná tökum á heilsunni. Tveimur og hálfu ári seinna er hún 88 kílóum léttari og töluvert heilsuhraustari.

Amanda var 175 kíló þegar hún ákvað að taka lífið sitt í gegn og lifa betra lífi. Þyngd hennar hafði mikil áhrif á heilsuna hennar og greindist hún meðal annars með krabbamein í eggjaleiðara.

Hún hafði oft reynt að breyta lífstíl sínum til hins betra en fann aldrei sína leið fyrr en hún fór að telja hitaeiningar í matnum sínum. Hún ákvað líka að byrja að fasta og er nú á svokölluðu OMAD-mataræði sem felur í sér að hún borðar aðeins eina máltíð á dag. 

„Ég elska tilfinninguna sem fasta gefur mér. Ég var búin að prófa ketó, lágkolvetna og fleiri kúra sem fólu í sér að borða mikið prótein og minna af fitu. Ég held að hvaða leið sem er virki, svo lengi sem þú tekur bestu ákvörðunina fyrir þig, andlega og líkamlega,“ segir Amanda í pistli sínum á Women's Health

Hún mælir þó ekki með því að fólk byrji að borða aðeins eina máltíð á dag áður en það ráðfærir sig við lækni. Auks þess sem hún segir að það sé mjög nauðsynlegt að lesa sér til um mat og orkuörf. 

Amanda byrjaði á að taka mataræðið í gegn og eftir um mánuð byrjaði hún að hreyfa sig. „Ég byrjaði ekki að hreyfa mig strax. Að breyta of miklu í lífi mínu í einu var yfirþyrmandi. Þannig að ég byrjaði að hreyfa mig hægt og rólega á meðan ég lærði inn á matarplanið mitt.“

Í dag fer hún um fimm til sex sinnum í ræktina á viku.

View this post on Instagram

Tuesday, Tuesday, Tuesday! (Norbit reference 😂) #transformationtuesday everyone!! My favorite day. It’s a day to reflect how far we’ve come whether you just started or are in it for the long run. Remember to celebrate every victory and don’t let the struggles get you down. It happens to everyone whether they share it or not. A little bump in the road is all it is, a bump. A hiccup. Never lose sight of your goal and work hard everyday to meet that goal. You’re strong enough to achieve it, promise! . . . #weightlossjourney2020 #weightlossmotivation #weightloss #gym #lowcarb #gymlife💪 #healthy #lowcarb #healthyme #healthylifestyle #januarygoals #imfuckingtrying #icandothis #fitfam #ketostoner #fatloss #losingweight #motivation #fat2fit #lowcarbweightloss #losinginches #flabtofab #190poundsdown #naturalweightloss #consistency

A post shared by Amanda (@alwaystryingamanda) on Jan 21, 2020 at 7:31am PST

Amanda nefnir þrjár breytingar í hugarfari sínu sem höfðu mest áhrif. 

„Ég lærði að fyrirgefa sjálfri mér. Ef ég borða of mikið á einum degi, er ég búin að læra að það er allt í lagi og einn dagur mun ekki eyðileggja allt það sem ég hef lagt á mig, sama hversu heitt ég trúi því. Ég held áfram daginn eftir og hlutirnir ganga upp,“ segir Amanda. 

Hún ákvað líka að fara á æfingu og hreyfa sig þrátt fyrir hana að langaði ekki til að gera það. „Mig langar ekki á æfingu á hverjum degi, en ég veit að mér mun líða betur og það mun hjálpa mér að ná markmiðinum mínum. Ef ég gerði aldrei hlutina sem mig langar ekki til að gera þá væri ég enn þá 175 kíló,“ segir Amanda. 

Amanda fer í ræktina fimm til sex sinnum í viku.
Amanda fer í ræktina fimm til sex sinnum í viku. Skjáskot/Instagram

Það þriðja segir hún vera að hafa lært á næringu og mat. „Næringin mín er kannski ekki sú fullkomnasta, en ég er mjög ánægð með mitt val. Ég vigta allan minn mat og það virkilega kemur manni á óvart að sjá hversu mikið matskeið af einhverju lítur út,“ segir Amanda. 

Það tók hana 20 mánuði að léttast um 88 kíló og síðan þá hefur hún viðhaldið þyngd sinni. Hún segir að það haf breytt lífi sínu. „Já, það er auðveldara að finna föt sem passa og mér líður betur með útlit mitt. En tölurnar eru bara hluti af því af hverju ég er hamingjusöm, raunverulega hamingjusöm. Ég er miklu skýrari í hausnum. Ég er með meiri orku. Og ég leyfi mér að vera ég sjálf og vera skrítin,“ segir Amanda. 

Amanda árið 2018 og árið 2020.
Amanda árið 2018 og árið 2020. Skjáskot/Instagram
mbl.is