Ég nýt mín þegar sársaukinn nær hámarki 

Annie Mist.
Annie Mist. Ljósmynd/Foodspring

Í viðtali við Sölva Tryggvason í nýju podcasti Sölva segir Annie Mist Þórisdóttir að hún njóti sín mjög vel eftir að hún varð ólétt og að henni líði vel í líkamanum og æfi mikið. Það eina sem hún sakni sé að fá að æfa af fullum krafti á þessum árstíma, þegar æfingaálagið nær hámarki. Hún njóti sín best þegar sársaukinn nái miklum hæðum.

„Ég sakna þess að brjóta niður líkamann…. Maður er náttúrulega pínu klikkaður,” segir Annie Mist

Annie Mist Þórisdóttir er sannkölluð goðsögn í Crossfit heiminum og hefur keppt oftar en nokkur kona á heimsleikunum og unnið þá tvisvar. Í viðtalinu talar hún um þær fórnir sem hún hefur fært, meðal annars þegar hún ákvað að fórna æskudraumnum um að verða læknir, en segist ekki sjá eftir neinu og hún elski íþróttina alltaf jafn mikið.

Hún fer í blóðprufur tvisvar til þrisvar sinnum á ári og vilja deila þessum blóðprufum með fólki þegar ferlinum líkur. Það sé mjög mikið verið að lyfjaprófa og þeir sem séu teknir noti það sem réttlætingu að reyna að halda því fram að allir hinir séu að því líka. Sjálfri finnst henni það slök réttlæting og tóm þvæla og skilur ekki hvernig fólk getur lifað með sjálfu sér að komast á verðlaunapalla vitandi að það hafi notað ólöglegar aðferðir.

„Ég vil trúa því að crossfit sé tiltölulega hrein íþrótt,” segir Annie Mist og bætir við að annars væri hálf tilgangslaust að vera í þessu fyrir þá sem ekki nota lyf. Varðandi umræðuna um að réttast væri bara að leyfa íþróttamönnum að gera allt sem til þarf til að bæta sig, þar með talið að notast við lyf hefur hún mjög sterkar skoðanir.

„Mér finnst það ein glataðasta tillaga sem ég hef heyrt,” segir Annie ákveðin.

Í viðtalinu ræða Annie og Sölvi um nýja tímabilið í lífi hennar, stjórnmál, trúarbrögð, sigrana, lægðirnar og margt margt fleira.

 

Hér er hægt að hlusta á viðtalið í Spotify: 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál