Fann fyrir pressu að grennast snemma á ferlinum

Kelly Clarkson.
Kelly Clarkson. AFP

Tónlistarkonan Kelly Clarkson fann fyrir langmestri pressu til að grennast þegar hún var sem grennst. Líkt og aðrar konur í sviðsljósinu hefur Clarkson fundið fyrir mikilli gagnrýni á holdafar sitt. 

Clarkson sagði í viðtali við breska Glamour að hún hefði snemma fundið fyrir þessari pressu. „Ég fann fyrir meiri pressu þegar ég var í raun grönn, þegar ég var mjög grönn og alls ekki heilbrigð af því að ég var dauðþreytt, bara leggja hart að mér og ekki að hugsa um heilsuna. En ég fann fyrir mikilli pressu,“ sagði Clarkson. 

Clarkson skaust fram á sjónarsviðið árið 2002 þegar hún fór með sigur af hólmi í fyrstu seríunni af American Idol. Þá var hún aðeins 20 ára gömul. 

„Tímaritum var troðið í andlitið á mér og sagt: „Þetta er það sem þú ert að keppa við og við þurfum að keppa við þetta.“ Ég sagðist ekki geta keppt við þetta. Þetta var ekki mynd af mér. Þetta er ekki ég. Þetta eru þær. Við erum öll mismunandi og það er í lagi. Ég barðist meira við þetta þegar ég var grennri en ég geri í dag, af því að í dag labba ég bara inn og horfi á fólk og skora á það í huganum að segja eitthvað. Ég er hamingjusöm og ég vinn í sjálfri mér á mínum eigin tíma,“ sagði Clarkson. 

Clarkson ræddi um hvernig umræðan um þyngdartap tónlistarkonunnar Adele hefur verið og hvernig holdafar hennar hefur ekkert með Adele sjálfa að gera. 

Kelly Clarkson.
Kelly Clarkson. AFP

„Ég hitti Adele einu sinni fyrir löngu og þessi stúlka er algjör gyðja. Mér er sama hversu mikilli þyngd hún heldur niðri, þú labbar inn og hún er eins og afl, bara líkamlega dregur þig að sér,“ sagði Clarkson. 

Clarkson bendir á að þegar hún var á sínum þyngsta tímapunkti í lífinu hafi fengið hún sitt stærsta tækifæri, að vera dómari í The Voice. Þá var hún nýbúin að eignast börnin sín og öllum var alveg sama hversu þung hún var. „Paul réð mig frá NBC af því hann elskaði persónuleikann minn, hann elskaði að ég tengdi við fólk og ég er mjög raunveruleg og hrá. Það hafði ekkert með kynþokka minn eða hvernig ég lít út að gera. Það hafði að gera með hvernig manneskja ég.  

Kelly Clarkson árið 2011.
Kelly Clarkson árið 2011. MARIO ANZUONI
mbl.is