Svona fór Jóhannes Kr. að því að léttast um 20 kíló

Jóhannes Kr. Kristjánsson er gestur Sölva Tryggvasonar.
Jóhannes Kr. Kristjánsson er gestur Sölva Tryggvasonar.

Jóhannes Kr. Kristjánsson hefur unnið í fjölmiðlum lengi. Í viðtali við Sölva Tryggva­son í nýju hlaðvarpi Sölva tal­ar hann um blaðamennskuna, dótturmissinn, hótanir og hvernig hann fór að því að léttast um 20 kíló. 

Sölvi Tryggvason er byrjaður með hlaðvarp, Podkast með Sölva Tryggva.
Sölvi Tryggvason er byrjaður með hlaðvarp, Podkast með Sölva Tryggva.

„Ég var orðinn feitur. Ég byrjaði hjá einkaþjálfara en var bara hjá honum í einn og hálfan mánuð því svo fór hann í sumarfrí. Svo datt það upp fyrir. Hann tók mig í gegn hvað varðar mataræði og hreyfingu. Eftir að ég hætti hjá honum henti ég samlokugrillinu sem ég notaði mjög mikið heima og fór að ganga meira,“ segir Jóhannes í viðtalinu við Sölva.

Hann lýsir því hvernig hann hafi grillað sér löðrandi samlokur með tvöföldu áleggi og oft setti hann hamborgarasósu yfir allt saman. Eftir að hann hætti því og fór að hreyfa sig meira hrundu kílóin af honum. 

„Ég er búinn að losna við 20 kíló með því að borða minna og hreyfa mig meira,“ segir hann og segir að honum líði miklu betur og þá sérstaklega andlega. 

Hér er hægt að horfa á viðtalið í heild sinni: 

Jóhannes Kr. Kristjánsson árið 2018.
Jóhannes Kr. Kristjánsson árið 2018. mbl.is/​Hari
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál