Birtir mynd af sér hjá kvensjúkdómalækni

Chrissy Teigen.
Chrissy Teigen. AFP

Chrissy Teigen er ófeimin við að gefa aðdáendum sínum innsýn í líf sitt. Hvort sem um er að ræða stóra viðburði eða hversdagslega er Teigen reiðubúin að deila með umheiminum. Nú síðast birtir hún mynd af sér á Instagram þar sem hún er hjá kvensjúkdómalækni að fara í sínar reglubundnu skoðanir, leghálsstrok og þreifað á brjóstum.

Við myndina ritar hún: „Ekki gleyma að fara í ykkar reglubundnu skoðanir jafnvel þótt heimurinn sé að farast!“ 

View this post on Instagram

don’t forget to keep up with your paps and have your boobs touched even though the world is ending!!

A post shared by chrissy teigen (@chrissyteigen) on Jun 28, 2020 at 4:04pm PDT

mbl.is