Vill ekki vera á stærð við strætó

Drew Barrymore.
Drew Barrymore. mbl.is/AFP

Leikkonan Drew Barrymore segist þurfa að hafa mikið fyrir því að vera ekki á stærð við strætisvagn. Barrymore sem er 45 ára segir í viðtali við InStyle að ef hún passi ekki matarræðið og stundi líkamsrækt þá umbreytist líkaminn í eitthvað óæskilegt form.

„Ég þarf að leggja mig alla fram við að verða ekki á stærð við strætisvagn. Það er allt í lagi. Ég þarf að borða mjög hollan mat og stunda pílates klukkutíma í senn að minnsta kosti fjórum sinnum í viku. Þetta er bara mitt ferðalag. Þetta er mitt karma. Ég veit ekki, kannski var ég grönn og andstyggileg í fyrra lífi,“ segir Barrymore.

Barrymore á tvær stúlkur, Olive sem er sjö ára og Frankie sem er sex ára. Barrymore telur að regluleg líkamsrækt sé mikilvægur hluti af því að vera góð móðir. 

mbl.is