Festu vana í sessi með þremur ráðum

Venjur verða til ef við endurtökum þær aftur og aftur.
Venjur verða til ef við endurtökum þær aftur og aftur. Unsplash.com/LYFE Fuel

Það að gera eitthvað að vana er ekki spurning um að þrauka í gegnum eitthvert hræðilega erfitt tímabil sem síðan vonandi gengur yfir. Það sem skiptir máli er að það sem er gott fyrir þig verði því sem næst sjálfvirk hegðun.

Rannsóknir hafa sýnt að þeir sem eru færir í að tileinka sér nýjar venjur ná því með því að leggja áherslu á þrjú atriði: verðlaun, endurtekningu og samhengi.

Verðlaun: Passaðu að það sem þú ert að reyna að tileinka þér sé ánægjulegt í einhverjum skilningi. Mannfólkið er þannig úr garði gert að það á það til að endurtaka það sem er ánægjulegt og veitir einhverja endurgjöf. Verðlaunin þurfa ekki að vera áþreifanleg heldur geta þau verið huglæg eins og til dæmis að vera stoltur af því sem maður er að gera.

Endurtekning: Það er árangursríkt að finna út hvað það er sem maður getur viðhaldið til lengri tíma. Ekki bara gera einhvern einn stakan hlut sem færir mann nær markmiðinu. Það er ákjósanlegra að halda sig við eitthvað sem er auðvelt að endurtaka án mikillar fyrirhafnar. Samkvæmni er lykilatriði til þess að vani nái að festa sig í sessi.

Samhengi: Gerðu allt sem þú þarft að gera til þess að tryggja árangur. Umhverfi þitt á að auðvelda þér að viðhalda venjunum sem þú vilt tileinka þér. Ef markmiðið er til dæmis að drekka meira vatn, vertu þá með tilbúnar vatnsflöskur í ísskápnum eða á skrifborðinu í vinnunni. Ef markmiðið er að taka fleiri vítamíntöflur, vertu þá búin/n að taka þær til kvöldið áður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál