Fastar annan hvern dag

Rachel Sharp er búin að missa 48 kíló með því …
Rachel Sharp er búin að missa 48 kíló með því að fasta. skjáskot/Instagram

Þegar Rachel var sem þyngst fór hún gönguferð með kærastanum sínum og náði varla andanum. Henni fannst atvikið niðurlægjandi og saman ákváðu þau að gera breytingar á lífsstíl sínum. 

Rachel ákvað að prófa að fasta. Hún valdi að fasta annan hvern dag og borða hinn daginn. Á 14 mánuðum léttist hún um 48 kíló. 

Rachel Sharp í dag.
Rachel Sharp í dag. Skjáskot/Instagram

„Ég ákvað að fasta annan hvern dag þannig að ég fasta í allt frá 36 tímum upp í 48 tíma. Það hefur svo góð áhrif, þar á meðal að vinna gegn sykursýki 2 og lækka blóðsykurinn,“ segir Rachel. 

Áður en hún byrjaði að fasta hugsaði hún lítið um mataræðið og borðaði ódýran einfaldan mat með lítilli næringu. Í dag hugsar hún vel um hvað hún borðar og hvernig máltíðin hennar er samsett. 

Rachel heldur úti instagramsíðu og youtuberás þar sem hún fjallar um föstuna og gefur góð ráð fyrir þá sem langar að byrja að fasta.

mbl.is