Læknir hljóp 35 kílómetra með grímu

Tom Lawton hljóp 35 kílómetra með grímuna.
Tom Lawton hljóp 35 kílómetra með grímuna. skjáskot/Twitter

Breski læknirinn Tom Lawton hljóp á dögunum 35 kílómetra með andlitsgrímu til að sýna fram á að súrefnismettun minnkaði ekki við notkun andlitsgríma. 

Lawton er læknir við Bradford Royal-sjúkrahúsið og hefur unnið þar á meðan heimsfaraldurinn hefur geisað. Til þess að afsanna kenninguna um súrefnismettun og til þess að hvetja fólk til að vera með andlitsgrímu ákvað Lawton að hlaupa í vinnuna og aftur til baka með grímu. 

Áður en hann lagði af stað stofnaði hann til söfnunar á GoFundMe fyrir The Trusell Trust sem sér um matargjafir í Bradford og víða um Bretland.

„Ég er mikill stuðningsmaður alls þess sem heldur okkur öruggum. Þess vegna hef ég verið í áfalli yfir röngum upplýsingum sem hafa borist manna á milli um að andlitsgrímur minnki súrefnismettunina hjá fólki,“ sagði Lawton. 

Súrefnismettunin hjá honum var eðlileg allan tímann.
Súrefnismettunin hjá honum var eðlileg allan tímann. Skjáskot/Twitter

Lawton sagði að hann hefði áður keppt í þríþraut en á meðan heimsfaraldurinn geisaði hefði þolið hjá honum minnkað. 

Á mánudaginn síðasta hljóp hann kílómetrana 35. „Ég tók grímuna aldrei af (enginn matur né drykkur) og súrefnismettunin þrjóskaðist 98% í hvert einasta skipti sem ég kíkti,“ skrifaði Lawton á Twitter að hlaupi loknu.

mbl.is